Komdu í lið með okkur! Okkur vantar deildarstjóra í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli síðan 2005, Heilsuleikskóli síðan 2013, einnig erum við að vinna með verkefnið Leiðtoginn í mér, sjö venjur til árangurs …
Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Fyrir næsta skólaár vantar starfsmenn í eftirtaldar stöður: deildarstjóra umsjónarkennara sérkennara list-og verkgreinakennara tómstundafræðings Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur …
Góð þjónusta – getum við gert enn betur ?
Næstkomandi þriðjudag, 24. apríl verður opinn fundur með þjónustuþegum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í salnum á Borgabraut 65a, efstu hæð. Dagskrá fundar: Kl. 14 – 14:45 Erindi frá Ingu Björk Margrétar Bjarnardóttur, fyrirspurnir og umræður. Kl. 14:45 – 15:00 kaffi 15:00 – 15:30 árlegur fundur um þjónustu við einstaklinga …
Skipulagsauglýsing – lýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóma á fundi sínum þann 10. nóvember 2016 að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á Hringvegi (1) um Borgarnes (hjáleið). Á 169. fundi sveitastjórnar þann 12. apríl 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu: Hringvegur (1) í Borgarnesi – lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Lýsing á breyting á Aðalskipulagi 2010-2022, vegna afturköllunar á …
Fræðslufundur um gróður
Við upphaf hreinsunarátaks í þéttbýli, þann 17. apríl var haldinn fræðslufundur um gróður í Hjálmakletti. Ragnar Frank Kristjánsson fjallaði um gróður í þéttbýli og kynnti hugmyndir að breyttri ásýnd Borgarness ef aukin áhersla væri lögð á tré og gróður. Þá fjallaði Embla Heiðmarsdóttir, ráðgjafi um fjölæringa, um möguleika sem fjölæringar bjóða upp á og hvernig fjölæringabeð geta leyst af hólmi …
Unga fólkið semur
Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Fer verkefnið þannig fram að ljóðahefti er útbúið og sett í hendur nemenda. Þeir velja sér texta úr safninu og semja lög við. Þeir ákveða síðan flutningsmátann sjálfir og frumflytja verkin ásamt kennurum sínum á opnum …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2018 og skal öllum umsóknum skilað til sviðsstjóra fjármála – og stjórnsýslusviðs.. Reglur …
Tilfærsla gáma í dreifbýli
Enn er unnið að tilfærslu opinna gámasvæða í sveitarfélaginu, með það að markmiði að færa það nær notendum, þ.e. sumarhúsaeigendum enda hefur reynslan sýnt að ásýnd og umgengni um sorpgáma er mun betri þegar gámar standa ekki við vegi eða í alfaraleið. Gámarnir við Urriðaá /Grímsstaðaafleggjara verða fjarlægðir á næstu dögum og þeir staðsettir nær sumarhúsahverfum. Frá þessum stað er …
Fasteignagjöld með gjalddaga 15. mars
Vinsamlega athugið að nokkrir greiðendur fasteignagjalda hjá Borgarbyggð fengu á sig aukakostnað þegar þeir greiddu greiðsluseðil um núliðna helgi, þ.e. 14. og 15. apríl.Við biðjum þessa aðila afsökunar og þeir munu fá lækkun sem þessum kostnaði nemur á gjalddaganum sem verður gefinn út í dag, 16. apríl.