172 fundur sveitarstjórnar – fundarboð

FUNDARBOÐ   fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 13. júní 2018 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:   Almenn mál 1. 1805255 – Niðurstaða sveitarstjórnarkosningar 2018 – skýrsla Framlögð skýrsla um niðurstöður sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí 2018 2. 1806006 – Kosning forseta sveitarstjórnar 3. 1806007 – Kosning fyrsta og annars varaforseta sveitarstjórnar …

Tilkynning frá fjallskilanefnd BSN

Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár heimilar  sauðfjáreigendum sem eiga upprekstur á svæðinu að flytja fé  á afréttinn frá og með 16. júní. Þetta tilkynnist hér með.  

17. júní í Borgarbyggð

Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð og skemmtiatriði á Skallagrímsvelli Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli Íbúar Latabæjar heimsækja hátíðina Húlladúllan – húlla skemmtiatriði og húlla fjör fyrir fjölskylduna   Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Pylsusala   Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur …

Aðstoðarslökkviliðsstjóri óskast tímabundið

Auglýst er eftir aðstoðarslökkviliðsstjóra til tímabundinna starfa fyrir Borgarbyggð Borgarbyggð óskar eftir að ráða aðstoðarslökkviliðsstjóra í 25% tímabundið starf í sex mánuði vegna forfalla. Um er að ræða afleysingastarf sem felst í stjórnun, útköllum og öðrum almennum störfum slökkviliðsins. Aðstoðarslökkviliðsstjóri stjórnar og ber daglega ábyrgð á Slökkviliði Borgarbyggðar í forföllum slökkviliðsstjóra. Hann hefur bakvaktaskyldu utan dagvinnutíma í samvinnu við slökkviliðsstjóra. …

171. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR FUNDARBOР FUNDUR    Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 7. júní 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.    DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.5.                                     (170) Fundargerðir byggðarráðs 17.5, 24.5, 31.5. (451, 452, 453) Fundargerð fræðslunefndar 23.4.                                     (170) Fundargerð umhverfis-skipulags- og landbún. 6.6. (63) Afnotaleyfi v. skotprófa …

Aukin gæði í frístundastarfi fyrir börn og ungmenni

Fundur var haldinn í Hjálmakletti 5. júní sl. þar kynnt voru hlutverk, leiðarljós, markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila fyrir 6- 9 ára börn sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sett fram, sjá nánar frétt um málið á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/03/26/Timamot-i-starfi-fristundaheimila-/ Ragnar S. Þorsteinsson verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnti gæðaviðmið fyrir starf frístundaheimila fyrir …

Útstrikanir og breytingar á röð á framboðslistum í Borgarbyggð

Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda. Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 26. maí s.l. nýttu nokkrir kjósendur þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Á B-lista var strikað yfir 18 nöfn og röð frambjóðenda …

Ærslabelgur

Þann 17.maí samþykkti Byggðaráð Borgarbyggðar að fjárfest yrði í svokölluðum ærslabelg og honum komið fyrir við Arnarklett.  Leiktæki sem þetta þurfa svæði sem uppfylla ákveðnar forsendur eins og stærð svæðis, undirlag og aðgengi að rafmagni.  Í ljós kom að rafmagn við Arnarklett („Wembley“) er ekki aðgengilegt að mati RARIK og því var brugðið á það ráð að finna belgnum nýjan …

Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 10.00 þriðjudaginn 5. júní. Þaðan verður gengið í fylkingu niður í Skallagrímsgarð. Í fararbroddi verða nemendur úr 9. bekk og munu þeir slá trumbur. Þá fara nemendur í leiki sem þeir hafa valið sér – þeir …