Borgarbyggð óskar eftir ensku- eða íslenskumælandi einstaklingum með erlendan uppruna eða þekkingu á málefnum innflytjenda í Borgarbyggð sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum Fjölmenningarráðs hjá sveitarfélaginu. Fjölmenningarráð skal m.a. vera sveitastjórn, nefndum og starfsfólki Borgarbyggðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem snúa að innflytjendum og fólki með erlendan bakgrunn. Ráðið fundar að jafnaði einu sinni í …
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2024. Álagningarseðlar eru á „Mínar síður – Pósthólf“ á www.island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 76 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …
Skipulags- og umhverfissvið auglýsir lausar lóðir í Borgarbyggð
Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum …
248. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 11. janúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 248 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu
Ljósm: Gunnhildur Lind photography Jólin voru kvödd á þrettándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar. Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 …
Sýningaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar 11. janúar nk.
Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal. Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, …
Glíman við hálkuna
Síðustu daga hafa starfsmenn áhaldahúss Borgarbyggðar unnið að hálkuvörnum í þéttbýli. Fyrst og fremst er notast við salt. Það hefur gert yfirborð stamt og flýtir nú fyrir bráðnun. Bröttustu brekkur í þéttbýli voru saltaðar enn frekar í gær, sunnudag. Hálkuvörnum í dreifbýli er sinnt af Vegagerðinni. Samstarf er við Borgarbyggð þannig að sveitarfélagið kemur ábendingum og beiðnum á framfæri við …
Hálka og hálkuvarnir
Mikil hálka er á götum og gangstéttum um nær allt sveitarfélag og reyndar um allt suðvestanvert landið. Starfsfólk áhaldahúss og verktakar á vegum Borgarbyggðar hafa síðustu daga unnið að hálkuvörnum. Vonandi hefur nú tekist að saltverja helstu leiðir í þéttbýli. Þá vinnur sveitarfélagið í samstarfi við Vegagerðina að hálkuvörnum víða í dreifbýli skv. svokölluðu helmingaaksturs-fyrirkomulagi. Veghefill frá Vegagerðinni hefur verið …
Hálka í Borgarbyggð
Um allt sveitarfélagið er mikil hálka. Vegagerðin vinnur hörðum höndum við að hálkuverja sveitarfélagið en það mun taka tíma. Íbúar eru beðnir um að sýna því þolinmæði.