
Unnið er að því að koma reikningum frá Borgarbyggð í pósthóf á island.is
Þó reikningur sé að berast núna þarf ekki að vera að hann sé ógreiddur.
Þessi þjónusta hefur legið niðri frá 1. janúar 2025 en nú sér fyrir endann á þeim vanda.
Reikningar ársins 2025 verða sendir í skömmtum í pósthólf greiðenda og fá þá dagssetninguna sem þeir eru sendir í pósthólfið.
Rétt bókunardagssetning reiknings kemur síðan fram á reikningnum sjálfum.
Þessi vinna mun standa yfir í nokkra daga þannig að greiðendur fá reglulega tilkynningar næstu daga um nýtt skjal á island.is
Líklegt er að eldri reikningar séu nú þegar greiddir en ógreiddar bankakröfur er hægt að skoða í heimabanka eða bankaappi.
Vinsamlega athugið að reikningar frá 31.12.2024 og eldri verða áfram á Þjónustugátt á heimasíðunni https://borgarbyggd.is/
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Borgarbyggðar á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100.