Verjum verslunarmannahelginni saman

Bæjarhátíðir eru árlegur viðburður á mörgum stöðum. Litlir sem stórir bæir víðs vegar um landið lifna við og taka stakkaskiptum. Hús, garðar og götur eru skreytt og mikil stemning myndast. Íbúar kappkosta að sýna gestum það besta sem bærinn þeirra hefur upp á að bjóða og gera hátíðina í ár betri en í fyrra. Eftirvænting og tilhlökkun ríkir oft í …

Fjárréttir 2019

Nú liggja fyrir dagsetningar allra fjárrétta í Borgarbyggð haustið 2019. Sjá má upplýsingar um málið hér.

Hvanneyrarhátíð 6. júlí

Hvanneyrarhátíð er haldin nú í fimmta skipti í núverandi mynd og er utanumhald í höndum íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis. Fyrir Landbúnaðarháskólann er 2019  merkisár í sögu hans en á sumardaginn fyrsta s.l. var þess minnst að 80 ár eru frá því að kennsla hófst í garðyrkju á Reykjum og 130 ár frá því að búnaðarfræðsla hófst á Hvanneyri. Ragnheiður I. …

Saman í sumar – samvera skapar góð tengsl

Niðurstöður rannsókna sem sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Fjölskyldan getur fengist við ýmislegt saman sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt. Lengi býr að fyrstu gerð og því er ákjósanlegt fyrir foreldra að hvetja til samverustunda fjölskyldunnar þegar börn eru ung og …

Heimsókn sendiherra Póllands

Sendiherra Póllands Gerard Pokruszynski, kom í heimsókn í Ráðhús Borgarbyggðar föstudaginn 14. Júní sl. Það er um eitt og hálft ár síðan Pólland opnaði formlega sendiráð á Íslandi. Ástæða þess var mikil fjölgun pólskra ríkisborgara sem eru búsettir á Íslandi en nú lifa og starfa um 20.000 pólverjar á Íslandi. Pólski sendiherrann hefur lagt sig eftir að kynnast landinu og …

Veðrið lék við gesti á 17. júní hátíðarhöldum í Borgarbyggð

Í Borgarnesi hófust hátíðarhöldin með íþróttahátíð. Andlitsmálning var í boði áður en skrúðgangan hélt af stað frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð. Hátíðar- og skemmtidagskráin hófst með ræðu sveitarstjóra sem bauð Steinunni Pálsdóttir umsjónarmanni Skallagrímsgarðs að taka fyrstu sneiðina af Lýðveldisköku í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í boði forsætisráðuneytisins í samstarfi við Landssamband bakarameistara. Síðan tóku við tónlistar- og skemmtiatriði …

Safnahús: sumarlestur barna

Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í 12. sinn til sumarlesturs fyrir börn.  Tímabil lestursins er frá 10. júní – 10. ágúst. Fyrir skömmu afhenti Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir Sævari Inga héraðsbókaverði  teikningu sína af einkennismynd verkefnisins en þetta er annað árið í röð sem hún teiknar hana.  Ragnheiður Guðrún var að ljúka námi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og hyggur á …