Leikskólinn Andabær óskar eftir leikskólakennara.

Okkur vantar leikskólakennara í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% framtíðar stöðu. Einnig vantar í 100% afleysingastöðu í eitt ár v/ fæðingarorlofs. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli, Heilsuleikskóli og vinnum með verkefnið Leiðtoginn í mér, sjö venjur til árangurs …

Hvaða áhrif hefur neysla okkar á jörðina?

Í tilefni af hreinsunarátaki Borgarbyggðar vorið 2019 er boðið upp á fræðsluerindi frá Landvernd um áhrif neyslu okkar á jörðina, í Hjálmakletti fimmtudagskvöldið 9. maí kl. 20:00.  Einnig er minnt á Íþróttafataskiptimarkað UMSB sama dag í Hjálmakletti.

183. fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 9. maí 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál – skýrslur 1901025 – Skýrsla sveitarstjóra 2019 Almenn mál 1904018 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2018 1904019 – Útboð ljósleiðara í Andakíl 1903022 – Jarðstrengir og tréstaur fyrir fjarskiptasamband á Holtavörðuheiði 1710085 – Gagnstefna v. …

Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu

Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Helstu verkefni og ábyrgð: Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi við aðra starfsmenn Leiðbeina starfsfólki …

Afsláttur af gatnagerðargjöldum

Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum þann 2. maí að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af íbúðarhúsnæði og 100% afslátt af lóðargjöldum til að hvetja til byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Afslátturinn mun gilda allt árið 2019 og kemur því til ívilnunar fyrir þá sem hafa þegar fengið úthlutað á árinu 2019. Afslátturinn tekur til allra lóða sem þegar eru tilbúnar til …

Sölutjöld 17. júní

Opnað hefur verið fyrir umsóknir söluaðila vegna sölutjalda á 17. júní í Skallagrímsgarði.  Íþrótta- og æskulýðsfélög í Borgarbyggð sem bjóða upp viðurkennt starf fyrir börn og unglinga geta sótt um að vera með sölutjald á 17. júní í Skallagrímsgarði. Umsókn skal senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is þar sem tilgreindur er sá varningur sem seldur verður. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 20. maí.

Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga.  Umsóknarfrestur er til  …

Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

Laust er til umsóknar starf matráðs við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild tímabundið næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf á starfstíma skólans. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði, árangur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. …

Nýr starfsmaður í Safnahúsi

Nýlega var auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Safnahúsi í stað Halldórs Óla Gunnarssonar sem hætti störfum þar nýverið. Hefur Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið. Hún á að baki fjölbreytt nám og starf og er að ljúka MA námi í safnafræði við Háskóla Íslands, útskrifast með viðbótardiplóma þaðan í vor.  Hún er einnig með MFA gráðu frá listaháskólanum Villa Arson …