Menningarsjóður Borgarbyggðar 2019-03-29

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu …

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi

Hinrik Úlfarsson og Jóhannes Þór Hjörleifsson í Grunnskólanum í Borgarnesi höfnuðu í 1. og 2. sæti Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi. Hátíðin fór fram í Búðardal og þar leiddu saman hesta sína nemendur úr Grunnskólum á Vesturlandi. Auk Hinriks og Jóhannesar tók Valborg Elva Bragadóttir þátt í keppninni af hálfu GB. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember …

Skóladagurinn 30. mars.

Skóladagur Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar laugardaginn 30. mars nk. milli kl.13:00-15:00. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma við og kynna sér starf skóla í Borgarbyggð.

Matreiðslumaður-matráður við Grunnskólann í Borgarnesi

Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns/matráðs við Grunnskólann í Borgarnesi. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2019. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem tekur til starfa í nýju húsnæði haustið 2019. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan …

Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda

Laust er til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi. Vinnutími er frá kl. 13-17. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Helstu verkefni og ábyrgð: Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi …

OneLandRobot tekinn í gagnið hjá Borgarbyggð

Í síðustu viku tók Borgarbyggð formlega í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. Fagaðilum var boðið til opnunar- og kynningarhófs í ráðhúsinu fimmtudaginn 21. mars síðastliðinn, þar sem sveitarstjóri veitti kerfinu formlega viðtöku og starfsmenn OneSystems kynntu kerfið.   OneLandRobot er ný, sjálfvirk útgáfa frá OneSystem. Markmið hugbúnaðarins er að gera byggingarleyfisumsóknaferlið skilvirkara og aðgengilegra fyrir húsbyggjendur …

Samfestingurinn

Samfestingurinn er árlegur viðburður á vegum Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Um fjögur þúsund ungmenni koma saman þessa helgina og skemmta sér saman, við fórum með 60 ungmenni úr Borgarbyggð á þessa hátið og voru þau öll til fyrirmyndar.      Hluti ungmenna frá Borgarbyggð gistu saman í Reykjavík eftir ballið á föstudeginum og voru þau mætt …

Götusópun í Borgarnesi og á Hvanneyri

Miðvikudaginn 27. mars er áætlað að sópa allar götur á Hvanneyri og í Borgarnesi. Íbúar eru vinsamlegast beðnir að tryggja að bílar standi ekki á götum til að verkið takist sem best til.

Rammaskipulag fyrir Brákarey

Rammaskipulag fyrir Brákarey Í kvöld, fimmtudaginn 28. mars kl 19:30, verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem kynnt verður tillaga að rammaskipulagi fyrir Brákarey, sem er á vinnslustigi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Hvað er rammaskipulag? Í skipulagslögum nr. 123 frá 2010 er rammahluti aðalskipulags skilgreindur á eftirfarandi hátt: Sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins …

Fréttir úr Frístund

Frístund í Borgarnesi hefur byrjað með nýja hefð að einu sinni í mánuði mætir leynigestur á svæðið og spjallar við krakkana. Fyrsti leynigesturinn var körfuboltastjarnan Sigrún Ámundadóttir og vakti það mikla lukku að fá svona flotta fyrirmynd að leika við sig. Í síðustu viku mætti Bjarni slökkviliðsstjóri til okkar á slökkviliðsbílnum, hann fór yfir helstu öryggisatriði með börnunum og fengu …