Heimsókn sendiherra Póllands

Sendiherra Póllands Gerard Pokruszynski, kom í heimsókn í Ráðhús Borgarbyggðar föstudaginn 14. Júní sl. Það er um eitt og hálft ár síðan Pólland opnaði formlega sendiráð á Íslandi. Ástæða þess var mikil fjölgun pólskra ríkisborgara sem eru búsettir á Íslandi en nú lifa og starfa um 20.000 pólverjar á Íslandi. Pólski sendiherrann hefur lagt sig eftir að kynnast landinu og …

Veðrið lék við gesti á 17. júní hátíðarhöldum í Borgarbyggð

Í Borgarnesi hófust hátíðarhöldin með íþróttahátíð. Andlitsmálning var í boði áður en skrúðgangan hélt af stað frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð. Hátíðar- og skemmtidagskráin hófst með ræðu sveitarstjóra sem bauð Steinunni Pálsdóttir umsjónarmanni Skallagrímsgarðs að taka fyrstu sneiðina af Lýðveldisköku í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í boði forsætisráðuneytisins í samstarfi við Landssamband bakarameistara. Síðan tóku við tónlistar- og skemmtiatriði …

Safnahús: sumarlestur barna

Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í 12. sinn til sumarlesturs fyrir börn.  Tímabil lestursins er frá 10. júní – 10. ágúst. Fyrir skömmu afhenti Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir Sævari Inga héraðsbókaverði  teikningu sína af einkennismynd verkefnisins en þetta er annað árið í röð sem hún teiknar hana.  Ragnheiður Guðrún var að ljúka námi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og hyggur á …

17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð

Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð á Skallagrímsvelli Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli Bubbleboltar á svæðinu Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Pylsusala í Skallagrímsgarði Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra  Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista Akstur fornbíla og bifhjóla fyrir og á …

Sveitarstjórnarfundur nr. 185

FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 13. júní 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1906064 – Kosningar skv. samþykktum Borgarbyggðar júní 2019 1804067 – Áætlun um ljósleiðara, Reykholt – Húsafell 1902046 – Hjallastefnan – uppgjör v. breytinga á A deild 1903163 – Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 3.4.2019 1905228 – Lagning …

Laus kennarastaða

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Kennarar á unglingastigi vinna í teymi með 8.-10. bekk. Auglýst er eftir öflugum kennara …

Skipulagslýsingar fyrir Dílatanga og Borgarvog í Borgarnesi

Borgarbyggð – Kynningarfundur Skipulagslýsingar fyrir Dílatanga og Borgarvog í Borgarnesi Þriðjudaginn 4. júní 2019 milli kl. 19:30 og 21:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, ásamt skipulagshönnuði með kynningu á fyrrgreindum skipulagslýsingum. Kynningin verður haldin í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi.

Lokun íþróttamannvirkja

Íþróttamiðstöðar Borgarbyggðar verða lokaðar þriðjudaginn 28.maí 2019 vegna skyndihjálparnámskeiðs og sundprófs starfsmanna.

Lokun skrifstofu Borgarbyggðar

Skrifstofa Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 verður lokuð á miðvikudaginn frá kl. 11. Skrifstofan opnar aftur kl. 9:30 föstudaginn 31. maí.

Lausar lóðir í Borgarbyggð

1. Hvanneyri, 10 lóðir, einbýlis- og parhúsalóðir. Fjögur parhús við Rjúpuflöt 1-3, 3-5, 2-4, 4-6 og eitt einbýlishús við Rjúpuflöt 8. Einbýlishúsalóðir við Arnarflöt nr. 3 og 6.  Einbýlishúsalóðir við Lóuflöt nr.2 og 4, parhúsalóð nr. 1.  2. Bæjarsveit – hægt er að úthluta þremur einbýlishúsalóðum. 3. Borgarnes, parhúslóð við Fjóluklett 9-11.  Sjö einbýlishúsalóðir við Fjóluklett númer 1,4,10,12,13,15, 22.   4. Varmaland, …