Í sumar hefur markvisst verið unnið að endurbótum á opnum svæðum í sveitarfélaginu. Í Bjargslandi hefur þótt skorta á fjölbreyttari afþreyingarmöguleika fyrir börn í hverfinu en nú hefur verið bætt úr því.
Skallagrímsgata lokuð frá 18. ágúst – 29. ágúst vegna framkvæmda
Ákveðið hefur verið að loka Skallagrímsgötu frá 18. ágúst – 29. ágúst vegna framkvæmda við veitulagnir í gangstétt.
Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi
Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi verður mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu.
Tónlistarskólinn hefur starfsemi skólaárið 2020 – 2021
Nú fer skólahald að hefjast og þar með Tónlistarskólinn. Fréttabréf er komið út með upplýsingum um það nám sem er í boði í vetur. Hér má nálgast fréttabréfið. (setja link á bréfið)
Vel heppnað sumarfjör eldri borgara í Borgarbyggð
Það var eflaust kærkomið fyrir marga að geta tekið þátt í félagsstarfi í sumar í góðum félagsskap eftir inniveruna og einangrun vegna Covid-19 faraldursins.
Hlöðver Ingi Gunnarsson ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar
Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna á fundi sínum í gær, 13. ágúst.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tekur Borgarbyggð til umfjöllunar
Borgarbyggð hefur borist erindi þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til umfjöllunar á komandi mánuðum út frá frumkvæðisreglu 112. gr. stjórnsýslulaga.
Laust starf sérkennslustjóra í leikskólanum Andabæ
Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans.
Laust starf leikskólakennara í leikskólann Andabæ
Okkur vantar leikskólakennara í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu.
200. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
200. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, 13. ágúst 2020 og hefst kl. 16:00









