Samningur um byggingu leikskóla á Kleppjárnsreykjum

Í dag, 18. júní, var undirritaður samningur Borgarbyggðar við Eirík Jón Ingólfsson byggingarverktaka um byggingu leikskóla við Kleppjárnsreykjaskóla. Útboð vegna framkvæmdanna fór fram í apríl á þessu ári.   Um er að ræða viðbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum, um 540 m² að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans …

Mikið um byggingarframkvæmdir

Um þessar mundir sjást vinnuvélar og iðnaðarmenn að störfum vítt og breitt um Borgarbyggð. Líkt og undanfarin ár er mikið um byggingarframkvæmdir í sveitarfélaginu. Nokkur stór verkefni eru nú mjög langt komin, en þar má t.d. nefna stækkun og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi, fjölbýlishús-þjónustuhús-hótel við Borgarbraut 57-59, verslunarhúsnæði við Digranesgötu 4 og nýja hótelið í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. …

Rafmagn og ljósleiðari

Rarik hóf lagningu þriggja fasa rafmagnsstrengs niður að Leirulæk, Leirulækjarseli og Lambastöðum á Mýrum í gær. Jafnhliða verður ljósleiðararör plægt niður.   Verktaki er Þórarinn Þórarinsson og vinnuflokkur RARIK í Borgarnesi annast verkeftirlit og tengingar. Ef allt gengur að óskum er áætlað að háspennustrengurinn verði kominn að Lambastöðum í næstu viku.   …

OneLandRobot tekinn í gagnið hjá Borgarbyggð

Í síðustu viku tók Borgarbyggð formlega í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. Fagaðilum var boðið til opnunar- og kynningarhófs í ráðhúsinu fimmtudaginn 21. mars síðastliðinn, þar sem sveitarstjóri veitti kerfinu formlega viðtöku og starfsmenn OneSystems kynntu kerfið.   OneLandRobot er ný, sjálfvirk útgáfa frá OneSystem. Markmið hugbúnaðarins er að gera byggingarleyfisumsóknaferlið skilvirkara og aðgengilegra fyrir húsbyggjendur …

Byggingaframkvæmdir við GB

Í morgun var byrjað að aka forsteyptum einingum frá Loftorku ehf á byggingarstað. Jafnframt hófst hífing eininganna yfir skólann þar sem þeim verður fyrirkomið á réttum stað.

Framkvæmdir hafnar við Grunnskólann í Borgarnesi

Framkvæmdir eru hafnar við Grunnskólann í Borgarnesi, en þar á að rísa viðbygging sem hýsir eldhús, sal og kennslurými. Einnig verður farið í endurbætur í núverandi húsnæði. Nemendur grunnskólans hafa undanfarin sautján ár haft aðgang að mötuneyti Hótel Borgarness í góðu samstarfi við rekstraraðila hótelsins. Með eldhúsi og sal í nýrri viðbyggingu gefst nemendum kostur á að matast í skólanum. …

Framkvæmdir á Skúlagötu.

Á tímabilinu október – desember mun verða unnið á vegum Veitna ohf að endurnýjun vatns- og fráveitu, ásamt lagningu ljósleiðara í Skúlagötu, frá Helgugötu að Egilsgötu. Nauðsynlegt er að dýpka núverandi fráveitulögn og tengja ótengdar fráveituheimæðar við kerfið.  Malbikun og lokafrágangur getur dregist fram á vor 2018 þar sem ekki er hægt að treysta á að það sé gerlegt þegar …

Frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi – framkvæmdum lokið

Nú er að fullu lokið framkvæmdum við litla salinn í íþróttamiðstöðinni “spinningsalinn” Hefur afar vel tekist til eins og myndirnar sýna. Vonir standa því til þess að enn fleiri komi nú til með að nýta sér þá möguleika sem salurinn bíður upp á, sem og aðra aðstöðu í húsinu, sér til hressingar og heilsubótar.

Framkvæmdir við Kvelfdúlfsgötu

Nú eru að hefjast framkvæmdir við Kveldúlfsgötuna á nýjan leik. Er fyrirhugað að hefja efnisskipti í götunni á morgun. Búið er að senda dreifibréf í öll hús og íbúðir við götuna með upplýsingum um framkvæmdina en henni á að vera að fullu lokið í lok júní n.k.