Áskorun til kattaeigenda

Um þessar mundir eru ungar að klekjast úr eggjum hinna ýmsu fuglategunda. Fuglavinum svíður því sárt að sjá heimilisketti éta ófleyga unga og er því enn minnt á ábyrgð kattaeigenda og þess vænst að þeir taki þeim tilmælum sem birtast í samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð og einnig í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðlandið í Andakíl.

Slökkviliðsmenn Borgarbyggðar á námskeiði

Slökkviliðsmenn Borgarbyggðar hafa undanfarnar vikur setið námskeið á vegum Brunamálaskólans. Til að öðlast löggildingu í faginu þurfa slökkviliðsmenn að sitja samtals fjögur námskeið þar sem farið er markvisst yfir alla þætti starfsins.

Blómaganga í Einkunnum sunnudaginn 14. júní.

Í tilefni af degi hinna villtu blóma býður landvörður Umhverfisstofnunar á Vesturlandi upp á blómagöngu í Einkunnum, sunnudaginn 14. júní kl. 13:00. Landvörður tekur á móti gestum á bílastæðinu og verður

Ráðstefna um samstarf safna á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi.

Þroskaþjálfi óskast í Búsetuþjónustu

Borgarbyggð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 50% stöðu deildarstjóra og 23% stöðu þroskaþjálfa sem gengur almennar vaktir í Búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.