Nýr samningur við HSS verktak um söfnun dýraleifa

Skrifað hefur verið undir nýjan samning við HSS verktak um söfnun dýraleifa á lögbýlum til næstu 12 mánaða. Send var verðfyrirspurn til nokkurra aðila og í kjölfarið samþykkt að semja við lægstbjóðanda.

Stofnfundur félag hinsegin fólks á Vesturlandi 11. febrúar n.k.

Árið 2020 fékk verkefnið „Hinsegin Borgarbyggð“ styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands en verkefnið gengur út á að halda Gleðigöngu í Borgarnesi sem var fyrirhuguð sumarið 2020. En eins og svo mörg verkefni fór Gleðigangan á ís vegna heimsfaraldursins.

Tilboð í rekstur tjaldsvæða

Borgarbyggð óskar eftir rekstraraðila/-um til að sinna tjaldsvæðum í Borgarnesi og Varmalandi.
Óskað er tilboða í rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi til tveggja ára 2021 og 2022, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár, og rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi til fjögurra ára 2021-2024.
Þeir sem hafa áhuga á að fá send verðfyrirspurnargögn, sér að kostnaðarlausu, sendi beiðni þess efnis á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Yfirlýsing frá Borgarbyggð vegna rakaskemmda í Ráðhúsi

Í lok síðasta árs skilaði verkfræðistofan EFLA skýrslu vegna úttektar á neðstu hæð Ráðhússins með það að markmiði að meta núverandi ástand á ytra byrði hússins og kanna innvist, þar á meðal athuga hvort rakavandamál væru til staðar

Endurbygging Hlíðartúnshúsanna á lokastigi

Þau eru falleg gömlu útihúsin við Hlíðartún í Borgarnesi og hafa vakið athygli margra. Þau eru orðin 100 ára og hafa verið í endurbyggingu á vegum Borgarbyggðar síðan á níræðisafmæli sínu árið 2009.