Fegurri sveitir

Vegna átaksverkefnisins Fegurri sveitir 2001 · Efnaverksmiðjan SjöfnVerslanir fyrirtækisins (Litaríki) og endursöluaðilar verða hvattir til að gefa bændum lægstu mögulegu verð í sumar. Sjöfn býður bændum upp á margvíslega þjónustu t.d. mjólkurhús á hjólum (gámur sem er innréttaður eins og mjólkurhús og gefur bændum kost á að mála mjólkurhúsið) og tölvulitun (myndir af býlinu eru skannaðar inn á tölvu, litasýnishorn …

Fegurri sveitir

Verkefnið “Fegurri sveitir” heldur áfram í sumar eins og lesendur hafa vonandi orðið varir við. Það er Landbúnaðarráðuneytið, ásamt fjölmörgum sveitarfélögum og félagasamtökum sem standa að verkefninu. Um er að ræða átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að bæta ásýnd …

Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

Borgarbyggð hefur ráðið Ásthildi Magnúsdóttur rekstrarfræðing sem forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar frá 1. september n.k. Alls bárust tíu umsóknir um stöðuna. Ásthildur er fædd árið 1966. Hún lauk prófi í rekstrarfræðum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst í vor, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1993 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986. Ásthildur hefur starfað sem kennari í sex ár …

Borgfirðingahátið 15. – 17. júní

Borgfirðingahátíð hefst í dag. Í boði er fjölbreytt dagskrá alla helgina vítt og breitt um Borgarfjörð. Verum í hátíðarskapi og njótum listisemda menningaviðburða og skemmtana í sumarblíðunni. Dagskrána er að finna á slóðinni www.skessuhorn.is/borgfirdingar. Góða skemmtun.

Auglýsing um störf

Borgarbyggð auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Skólaráðgjafi við sérfræðiþjónustu.Starfsvettvangur er grunnskólar og leikskólar í Borgarbyggð.Fagleg ráðgjöf og leiðbeiningar vegna sérþarfa barna og sérkennslu.Ráðgjöf og stuðningur við nemendur, foreldra og starfsfólk skólans.Kennslufræðilegar athuganir og greiningar. Íþróttakennari – umsjón Íþrótta- og tómstundaskóla.Starfið felst í almennri íþróttakennslu við Grunnskólann í Borgarnesi og umsjón og skipulagi með Íþrótta- og tómstundaskóla Borgarbyggðar auk leiðbeiningastarfa. …

Starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs frá 1. september 2001. Starfssvið:Forstöðumaður hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á fræðslumálum, æskulýðs- og íþróttamálum og menningarmálum hjá Borgarbyggð. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstrarlegum markmiðum og forsendum þeirra stofnana sem undir hann heyra og leitar leiða í samráði við einstaka yfirmenn þeirra um að ná fram hagkvæmni og veita …

Ársreikningur 2000

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 10. maí var ársreikningur Borgarbyggðar tekin til seinni umræðu og samþykktur. Ársreikningurinn samanstendur af ársreikningi bæjarsjóðs, framkvæmdasjóðs og félagslegum íbúðum. Skatttekjur bæjarsjóðs námu 498,9 mkr á árinu 2000, samanborið við 442,6 mkr árið áður sem er 12,7% hækkun. Skatttekjur samanstanda af útsvari, fasteignasköttum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Rekstrargjöld málaflokka námu 565,7 mkr en á móti …

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. maí n.k. og hefst kl. 16,oo að Borgarbraut 11. Dagskrá: 1. Ársreikningur bæjarsjóðs Borgarbyggðar 2000 ( seinni umræða ). 2. Ársreikningur framkvæmdasjóðs 2000 ( seinni umræða ). 3. Ársreikningur félagslegra íbúða 2000 ( seinni umræða ). 4. Ársreikningur Hitaveitu Borgarness 2000 ( seinni umræða ). 5. Ársreikningur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 2000 (seinni umræða). 6. …

ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA

Borgarnesnefndin er samstarfsnefnd bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um athugun helstu valkosta á framtíðarlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes.Borgarnesnefndin tók til starfa haustið 1999 og hefur nú lokið störfum með útgáfu skýrslu sem ber heitið:ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA. (Adobe Acrobat skjal)Borgarnesnefndin efnir til kynningarfundar um málefnið að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 20,oo. Dagskrá:1. Aðdragandi verkefnisins Stefán …

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2001 að Borgarbraut 11 og hefst kl. 16,oo. DAGSKRÁ 1. Ársreikningur bæjarsjóðs Borgarbyggðar 2000 ( fyrri umræða ). 2. Ársreikningur framkvæmdasjóðs 2000 ( fyrri umræða ). 3. Ársreikningur félagslegra íbúða 2000 ( fyrri umræða ). 4. Ársreikningur Hitaveitu Borgarness 2000 ( fyrri umræða ). 5. Ársreikningur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 2000. 6. Fundargerð bæjarstjórnar …