Vegna forfalla vantar kennara að Grunnskólanum í Borgarnesi frá og með 1. janúar 2002. Um er að ræða 100% starf sem felst fyrst og fremst í bekkjarkennslu á miðstigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nemendur við skólann eru um 330 í 10 bekkjardeildum. Síðastliðið haust varð skólinn einsetinn og þá hófst einnig rekstur mötuneytis fyrir alla nemendur …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar samþykkt
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. desember s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2002 nemi 604 milljónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvarstekjur eru áætlaðar 414 milljónir króna, fasteignagjöld 67 milljónir króna og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 123 milljónir króna. Þjónustutekjur er …
Staðardagskrá 21 fer vel af stað
Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að koma á Staðardagskrá 21. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig. Þessi áætlun er jafnframt forskrift að sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða að mæta sínum þörfum. Það er útbreiddur misskilningur að umhverfismál snúist að mestu leyti um …
Orkuveita Reykjavíkur sf
Í morgun var undirritaður samningur um stofnun sameignarfyrirtækis milli Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hafnarfjarðarbæjar, Borgarbyggðar, Garðabæjar og Borgarfjarðarsveitar. Heiti sameignarfyrirtækisins er Orkuveita Reykjavíkur sem tekur til starfa 1. janúar 2002. Við stofnun yfirtekur fyrirtækið allar eignir og skuldir, réttindi og skyldur borgarstofnunarinnar Orkuveitu Reykjavíkur, Akranesveitu, Andakílsárvirkjunar, Hitaveitu Borgarness og eignarhluta Akranesbæjar, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Eignarhlutir í sameignarfyrirtækinu …
Hlaupabretti loksins komin í íþróttamiðstöðina.
Þeir fjölmörgu dugnaðarforkar sem stunda þreksalinn glöddust mjög þegar tvö glæný og vönduð hlaupabretti komu í hús um daginn, enda vantar oft tæki í salinn miðað við þann fjölda sem stundar hann reglulega og nær frábærum árangri. . Alls eru 42 konur í svokölluðum átaksnámskeiðshópi í þreksalnum og hafa náð góðum árangri. Þær eru svo harðar að þær ætla að …
Jólaútvarp!
Jólaútvarp unglinganna í félagsmiðstöðinni Óðal er hafið ! Útvarpað verður fjölbreyttri dagskrá við allra hæfi frá kl. 10.oo – 23.oo fram að helgi.Fréttir úr bæjarlífinu, íþróttir, bekkjaþættir yngri bekkja, og fjörugir unglingaþættir í bland. . Jólaútvarpið er sannkallaður gleðigjafi á meðan beðið er eftir jólunum – Þú nærð útvarpinu á fm. 101.3Einnig upplýsingar á heimasíðu nemendafélagsins á www.borgarbyggd.is/odal
Viljayfirlýsing undirrituð
Í dag, 10. desember, var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Borgarbyggðar um sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Borgarness og eignarhluta Borgarbyggðar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) frá 1. janúar 2002. Undirritunin fór fram í húsnæði Hitaveitu Borgarness að Sólbakka 15. Fulltrúar Reykjavíkurborgar við þessa undirritun voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alferð Þorsteinsson formaður stjórnar Orkuveitunnar, ásamt starfsmönnum Orkuveitunnar. Um næstu …
Æskulýðsball 2001
Fimmtudaginn 29. nóvember sl. var haldið árlegt forvarnar og æskulýðsball á vegum Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi og félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Ballið var haldið á Hótel Borgarnesi. Þarna voru samankomnir unglingar úr 12 skólum og félagsmiðstöðvum af Vesturlandi alls um 340 manns.Að venju voru skemmtiatriði frá skólunum sem tóku þátt auk þess sem Dóra Guðrún frá Geðvernd hélt fyrirlestur um mikilvægi þess …
Forvarnar- og æskulýðsball
Árlegt æskulýðsball verður haldið á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 29. nóv. Að þessu sinni er metþátttaka en það verða um 300 hressir unglingar frá tíu skólum sem koma til með að skemmta sér án vímuefna þetta kvöld. Í fyrsta skipti koma inn í hópinn unglingar frá Stykkishólmi og Grundarfirði og bjóðum við þau velkomin í hópinn. Unglingar úr Búðardal koma einnig …
Kveikt á jólatré
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 2. des. kl. 17.ooFjölmennum á þessa hátíðarstund. Jólasveinar koma í heimsókn.