Kennara vantar til starfa.

desember 17, 2001

Vegna forfalla vantar kennara að Grunnskólanum í Borgarnesi frá og með 1. janúar 2002. Um er að ræða 100% starf sem felst fyrst og fremst í bekkjarkennslu á miðstigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.

Nemendur við skólann eru um 330 í 10 bekkjardeildum. Síðastliðið haust varð skólinn einsetinn og þá hófst einnig rekstur mötuneytis fyrir alla nemendur skólans.

Nánari upplýsingar gefur Kristján Gíslason skólastjóri í símum 437-1229, 437-2269, 898-4569 eða á kristgis@ismennt.is.

Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs


Share: