Íslandsmótið í Kubbi fornum víkingaleik sem mörg börn og unglingar þekkja úr íþróttakennslu var haldið í Skallagrímsgarði um síðustu helgi. Þurftu hópar að skrá sig á netinu og var aðal forsprakkinn að að þessu móti Hólmfríður …
Kjartansgötuhátíð
Síðasta föstudagskvöld stóðu íbúar Kjartansgötu í Borgarnesi fyrir hátíð á Kjartansvelli þar sem íbúar götunnar og gestir þeirra komu saman og gerðu sér glaðan dag. Farið var í leiki með börnunum, grillað saman og sungin brekkusöngur. Keppt var í minigolfi, boccia og kubbaleik. Hátíðin þótti takast sérlega vel og eru svona götuhátíðir góð leið fyrir íbúa að kynnast og mikilvægur …
Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið
Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag með leikjum um sæti. Írar hömpuðu sigri í mótinu eftir sigur á Englendingum í úrslitaleik, en Danir, sem höfnuðu í 3. sæti, eru Norðurlandameistarar 2005. Það voru Finnar og Færeyingar sem léku á Skallagrímsvelli og tókst framkvæmd leiksins vel í blíðunni í Borgarnesi. Leikmenn sýndu frábæra takta á knattspyrnusviðinu og hefðu gjarnan …
Landsleikur á Skallagrímsvelli
Næstkomandi föstudag 5. ágúst kl. 14.3o fer fram leikur í B riðli U-17 Norðurlandamóts landsliða á Skallagrímsvelli en mótið sem nú fer fram á nokkrum stöðum á landinu. Eru það Finnland og Færeyjar sem kjósa að koma í Borgarnes til að leika sinn leik og tökum við þeim fagnandi, því víst er að þarna verður um skemmtilega viðureign að ræða …
Húsaverndunarsjóður Borgarbyggðar
Stjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2005. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið minjavörslu. Umsóknum um …
Gríðarlega mikil aðsókn að sundlauginni
Allt stefnir nú í metaðsókn í sumar í sundlauginni Borgarnesi og hafa gestakomur flestar helgar í sumar verið hátt í tvö þúsund talsins. Endurbótum á eimbaði og heitum potti er loksins lokið og slær nýtt kraftmikið heilsunudd í potti tvö …
Landnámssetur opnar heimasíðu
Landnámsetur Íslands hefur opnað glæsilega heimsíðu á slóðinni http://www.landnam.is . Þar kemur m.a. fram að stefnt er að því að opna Landnámssetrið 13. maí 2006, en setrinu er ætlað að segja söguna af því hvernig þjóð varð til á Íslandi og högum fyrstu íbúanna. Landnámssetrið verður til húsa í gamla Pakkhúsinu að Brákarbraut 15 í Borgarnesi. Til að byrja með …
Sól og sumar í Borgarfirði
Nú er gott veður í Borgarfirði og veðurspáin góð fyrir helgina. Reikna má með að fjöldi fólks leggi leið sína um héraðið og hvetjum við alla til að fara varlega í umferðinni. Við bjóðum alla velkomna og minnum á þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem er að finna í Borgarfirði.
KB – bankamótið stendur nú yfir
Aðalsteinn formaður setur mótið í gær. Um 860 þátttakendur eru nú að spila knattspyrnu á Skallagrímsvelli og er líf og fjör í Borgarnesi þessa helgi vegna mótsins. Fjölmargir foreldrar fylgja með eins og vanalega og fylla tjaldstæði bæjarins og tjaldstæði í nágrenni hans. Mótið gengur vel og menn í …
Metaðsókn í Skallagrímsgarði
Metþátttaka var á 17. júní hátíðarhöldum í Skallagrímsgarði sem fram fóru s.l. föstudag í einstöku blíðviðri. Um morguninn var hefðbundið hlaup á Skallagrímsvelli og sundlaugin var opin sem fjölmargir nýttu sér. Eftir hádegi var Skátamessa og síðan var gengið í mjög fjölmennri skrúðgöngu frá kirkjunni. Skátar og Götuleikhús vinnuskólans leiddu gönguna ásamt Stefáni …