Kveikt á jólatré Borgarbyggðar á sunnudaginn

                                      Sunnudaginn 27. nóv. kl. 17.00 verður kveikt á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli.   Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Akraness leikur jólalög Ávarp Helgu Halldórsdóttur forseta bæjarstjórnar Börn úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar skemmta Jólasveinarnir koma í heimsókn   Fjölmennið og munið að …

Meistaraflokkur kvenna vann Fjölni !

Hörku skemmtilegur leikur var í 2. deild kvenna á sunnudaginn. Áhorfendur fjölmenntu og hvöttu stelpurnar okkar til dáða og var barátta og sigurvilji þeirra til fyrirmyndar og færði þeim verðskuldaðan sigur að lokum í þessum líka fína leik. Eftir að hafa lent undir um ein 10 stig í fyrri hálfleik lagaðist vörnin í þeim seinni og með öflugri svæðisvörn náðu …

Forvarnar- og æskulýðsballið í Borgarnesi tókst frábærlega

                              Á föstudaginn var mættu unglingar úr 14 skólum af vestur og miðvesturlandi á árlegt æskulýðsball í Borgarnesi.   Það eru Félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness sem hafa veg og vanda af undirbúningi þessarar hátíðar. Unglingarnir sjálfir ákveða áróðursþema sem að þessu sinni var áróður …

Íbúaþing laugardaginn 19. nóvember 2005

  Í einni sæng   Tilhugalíf fjögurra sveitarfélaga Íbúar í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi eru boðaðir til þings í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri laugardaginn 19. nóvember nk. Íbúaþingið hefst kl. 10.30 og stendur til kl. 15.30. Á íbúaþinginu flytur fulltrúi frá Fljótsdalshéraði erindi, en þar hefur nýlega farið fram sameining af svipuðum toga. Greint verður frá reynslu þeirra af …

Sigga Dóra nýr starfsmaður í ungmennahúsinu

Nýr starfsmaður hún Sigga Dóra hefur tekið við af Guðmundi Skúla í Mími ungmennahúsi og hvetjum við öll ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára að koma í Mími til að tala við Siggu um starfsemina í ungmennahúsinu og koma endilega með hugmyndir sem hægt er að nýta í innra starfið þar. Ný stjórn hefur tekið við og leiðir Hafþór …

Breyttur leikdagur

                          Við viljum vekja athygli á því að heimaleikur í 8 liða úrslitum Hópbílabikarkeppninnar verður á föstudagskvöld í íþróttamiðstöðinni og hefst á fjölskylduvænum tíma eða kl. 19.15 Liðið okkar í vetur hefur vakið athygli fyrir baráttu, hraðan og skemmtilegan bolta enda liðið ungt og efnilegt að árum. Þriggja …

Nýr leikskóli í Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennurum á nýjan leikskóla í Borgarnesi   Borgarbyggð hyggst opna nýjan tveggja til þriggja deilda leikskóla í Borgarnesi á næsta ári. Fyrst um sinn verður starfrækt ein deild, fyrir 2ja til 3ja ára börn, í bráðabirgðahúsnæði á meðan nýtt húsnæði leikskólans er í hönnun og byggingu. Deildin verður opnuð í janúar 2006 og áformað er …

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna jarðarfarar

Athugið að Íþróttamiðstöðin Borgarnesi verður lokuð laugardaginn 22. okt. til kl. 13.30 vegna jarðarfarar Eydísar Guðmundsdóttur starfsmanns ÍÞMB til margra ára. Íþrótta- og æskulýðfulltrúi  

Forvarnarfræðsla gekk vel

Forvarnarfræðsla fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðali s.l. fimmtudag og fengu unglingarnir fræðslu um skaðsemi tóbaks, áfengis og fíkniefna í mögnuðum fyrirlestri Magnúsar Stefánssonar hjá Maríta samtökunum. Það var að frumkvæði Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar í samvinnu við Grunnskóla Borgarness að fræðsludagur þessi var haldinn. Um kvöldið fjölmenntu svo foreldrar á fund þar sem farið var yfir mikilvægi þess að foreldrar séu virkir …

Vel heppnaður fundur um skipulagsmál

Margar skemmtilegar hugmyndir um skipulag Borgarness litu dagsins ljós á fundi um skipulagsmál sem fram fór á Hótel Hamri laugardagsmorguninn 8. október s.l. Góð þátttaka var á fundinum, en um 60 manns tóku þátt. Í upphafi fundar flutti Richard Briem arkitekt hugleiðingu um skipulagsmál í Borgarnesi. Að loknu erindi Richards tóku vinnuhópar til starfa, en alls störfuðu fjórir hópar á …