Meistaraflokkur kvenna vann Fjölni !

nóvember 21, 2005
Hörku skemmtilegur leikur var í 2. deild kvenna á sunnudaginn.
Áhorfendur fjölmenntu og hvöttu stelpurnar okkar til dáða og var barátta og sigurvilji þeirra til fyrirmyndar og færði þeim verðskuldaðan sigur að lokum í þessum líka fína leik.
Eftir að hafa lent undir um ein 10 stig í fyrri hálfleik lagaðist vörnin í þeim seinni og með öflugri svæðisvörn náðu þær að snúa leiknum alveg við. Komust þær á kafla í 10 stiga forskot en Fjölnisstúlkur gerðu leikinn spennandi þegar þær náðu næstum því að jafna á síðustu stundu en góð vörn skilaði Skallagrímsstúlkum flottum sigri 65 -59
Stigaskor var jafnt meðal leikmanna og voru þær stigahæstar:
Íris Indriðadóttir með 12 stig
Íris Gunnarsdóttir með 12 stig
Rósa Kristín Indriðadóttir með 11 stig
Hugrún E Valdimarsdóttir með 10 stig
Gunnhildur Hansdóttir með 9 stig
Martha Róbertsdóttir með 9 stig
Aðrar skoruðu minna.
 
Frábært að hér sé að koma upp öflugur meistaraflokkur kvenna og verður gaman að fylgjast með næstu leikjum.
ij.
 
 
 

Share: