Breyttur leikdagur

nóvember 3, 2005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við viljum vekja athygli á því að heimaleikur í 8 liða úrslitum Hópbílabikarkeppninnar verður á föstudagskvöld í íþróttamiðstöðinni og hefst á fjölskylduvænum tíma eða kl. 19.15
Liðið okkar í vetur hefur vakið athygli fyrir baráttu, hraðan og skemmtilegan bolta enda liðið ungt og efnilegt að árum.
Þriggja stiga skyttan Pétur Már er t.d. elsti maðurinn í liðinu aðeins 26 ára svo að gaman verður að fylgjast með liðinu í vetur í deild bestu liða landsins.
Við hvetjum áhorfendur til að styðja við bakið á strákunum, vanda orðaval og hvatningu í stúkunni og forðast með öllu skítkast og ljótar orðasendingar til andstæðinga eða dómara því á fjögur hundruð manna samkomu eins og á svona leik eru mörg eyru sem taka sér okkur fullorðna fólkið til fyrirmyndar í þessu sem og annarri framkomu.
 
Áfram Borgarnes -Eigum saman góðar og skemmtilegar stundir í stúkunni í vetur nú sem endranær.
Sjáumst á vellinum.
i.jós.
 

Share: