Menningarsjóður Borgarbyggða – 2006-01-29

ÚTHLUTUN STYRKJA ÚR MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR ÁRIÐ 2006 Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinar­gerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir …

Íþróttamaður Borgarbyggðar

Á sunnudaginn kemur að loknum leik Skallagríms og Hauka í úrvalsdeild karla í körfuknattleik verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttastarf. Félög og deildir hafa nú tilnefnd besta íþróttamann sinn til tilnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2005. Einnig verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóð Auðuns H. Kristmarssonar og Umf. Skallagrímur veitir viðurkenningar við sama tækifæri. Áætlað er að athöfn þessi hefjist um kl. …

Frá Grunnskólanum í Borgarnesi

Lausar kennarastöður Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausar til umsóknar kennarastöður við skólann frá upphafi næsta skólaárs. Leitað er að vel menntuðum kennurum sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda.   Meðal kennslugreina er stuðnings- og sérkennsla, almenn bekkjarkennsla, heimilisfræði, tónmennt og erlend tungumál. …

Opinn fundur um deiliskipulag að Borgarbraut 59

  Miðvikudaginn 25. janúar kl. 18.00 verður haldinn opinn fundur um deiliskipulag lóðarinnar nr. 59 við Borgarbraut í Borgarnesi. Fundurinn fer fram í Hyrnunni við Brúartorg. Borgarland ehf. hefur látið teikna 6 hæð fjölbýlishús á lóðina og er deiliskipulagstillagan nú í auglýsingu. Á fundinn mætir Helgi Hallgrímsson arkitekt og kynnir teikningar af húsinu.   Allir velkomnir.   Borgarbyggð  

Lausar stöður við leikskólann Hraunborg á Bifröst

Við leikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara og störf við ræstingu. Um er að ræða eina 100% stöðu leikskólakennara frá 1. mars til frambúðar og eina 100% stöðu í afleysingum frá 20. mars til 10. júlí. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Á Hraunborg er einnig laus staða …

Nýr Framhaldsskóli í Borgarnesi!

Menntamálaráðherra kynnti í s.l. viku þá ákvörðun sína að skipa sérstakan stýrihóp til undirbúnings að stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi á grundvelli þeirra hugmynda sem undirbúningshópur á vegum sveitarfélaga og háskóla í Borgarfirði hefur markað. Samkvæmt þeim hugmyndum verður stofnað hlutafélag í eigu heimamanna er mun annast byggingu húsnæðis og rekstur skólans. Fyrsta verkstig í þeim undirbúningi er mótun á nýju …

Þreksalur opnar á Varmalandi

Í íþróttahúsinu á Varmalandi opnar í dag mánudag þreksalur með 2 hlaupabrettum, fjölþættri þrekstöð og handlóðum.   Opið sem hér segir: Þreksalurinn opnar fyrir almenning 16. janúar 2006 kl. 16:30   Þreksalurinn verður svo opin frá kl. 12:30 til 14:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Leiðbeinandi verður svo seinni part dags í þreksalnum frá kl. 16:30 til 19:30 mánudaga, miðvikudaga og …

Þrettándabrenna 10. jan. kl. 20.00 á Seleyri

Nú gerum við aðra tilraun með að halda Þrettándabrennu en ekki tókst að kveikja í henni né halda flugeldasýningu vegna veðurs s.l. föstudagskvöld. Kveikt verður í brennunni þriðjudagskvöldið 10. jan. kl. 20.00 og vonum við að veðrið verði bærilegt.   Það er Borgarbyggð í samvinnu við Björgunarsveitina Brák, Sparisjóð Mýrasýslu, Olís og Njarðtak sem standa fyrir brennu og flugeldasýningu á …

Mikil íbúafjölgun í Borgarbyggð

Íbúar í Borgarbyggð hafa aldrei verið fleiri en nú í árslok 2005. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands voru íbúar í Borgarbyggð 2708 þann 1. desember 2005. Íbúum hefur því fjölgað um 115 á árinu eða um 4.5%. Mest var fjölgunin í Borgarnesi, en þar fjölgaði íbúum um 84 og eru nú 1841. Á Bifröst fjölgaði íbúum um 41 og eru nú …

.

Gleðileg jól. Óskum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.