Menningarsjóður Borgarbyggða – 2006-01-29

janúar 29, 2006

ÚTHLUTUN STYRKJA ÚR

MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR

ÁRIÐ 2006

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð.
Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinar­gerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins.
Umsóknir berist forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, í síðasta lagi 27. febrúar 2006.
Úthlutun fer fram á fundi menningarmálanefndar 1. mars 2006.
Ath! Ekki verður tekið við umsóknum í tölvupósti.
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar
 
 

Share: