FM Óðal hefur útsendingar í dag

Jólaútvarpið FM Óðal, jólaútvarp barna í grunnskólum Borgarbyggðar, hefst í dag kl. 10.00 og standa útsendingar fram á föstudag. 15. desember. FM Óðal sendir út á 101.3 og slóðin er www.odal.borgarbyggd.is, fyrir þá sem vilja notfæra sér tölvutæknina til að hlusta. Útvarpsstöðin ber nafn félagsmiðstöðvar unglinga í Grunnskóla Borgarness, en nemendafélagsstjórnum hinna skólanna í Borgarbyggð; Kleppjárnsreykjum og Varmalandi ásamt Laugargerði …

Dagskrá FM Óðals í dag

ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 10:00 Starfið okkar í Óðali – Stjórn nemendafélagsins 11:00 1. bekkur. 12:00 Fréttir, íþróttir, veður og hádegisviðtal – Fréttastofa 13:00 Fánýtur fróðleikur – Salóme og Árni. 14:00 Kiss – Þorsteinn og Friðrik 15:00 Gamlar upptökur – Óli Þór og Davíð Andri. 16:00 Bás – Svavar, Sammi, Bjarki. 17:00 Spurt og spjallað – Rakel og Jóhanna. 18:00 Kex …

Gætum varúðar á aðventunni

Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Bjarni Þorsteinsson, hvetur til sérstakarar aðgæslu á þessum vikum þegar mikið er um alls konar jólaskreytingar á heimilum og í fyrirtækjum. Hér á eftir fer listi um nokkur atriði sem fólk þarf að mati Bjarna sérstaklega að hafa í huga: Reykskynjarar – það er góð vinnuregla að skipta um rafhlöður í þeim í desember ár hvert. Handslökkvitæki – …

Aðventuhátíð

Sannkölluð aðventuhátíð er nú í héraði og er hér vakin athygli á nokkrum uppákomum: Í kvöld kl. 21.00 er síðasta sýningin af leikritinu „Maður í mislitum sokkum“ eftir Arnmund Backman í Félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Þessi sýning leikdeildar Ungmennafélagsins Íslendings hefur hlotið mjög góða dóma og fólk skemmt sér konunglega. Í Landnámssetri í Borgarnesi er vegleg bókmenntadagskrá í kvöld. Þar …

Jólamarkaður Ullarselsins á fimmtudaginn

Árlegur Jólamarkaður Ullarselsins á Hvanneyri verður fimmtudaginn 7. desember frá kl. 16.00 – 19.00. Jósefína Morrel kemur með listaverkin sín og sýnir handgerða hnífa. Steinunn Eiríksdóttir verður með handverkið sitt. Börn úr Andakílsskóla selja jólakortin sem þau hafa verið að búa til. Danskrakkarnir sem eru að safna fyrir keppnisferð til Írlands verða með flóamarkað, kökubasar og sitthvað skemmtilegt Eitthvað verður …

Jólatréssala Brákar

Björgunarsveitin Brák verður að þessu sinni með sína árlegu jólatréssölu í samvinnu við Landnámssetrið í Borgarnesi og verður hún staðsett við húsnæði setursins við Brákarsund. Afgreiðslutími verður sem hér segir: Sunnudaginn 10.desember verður salan opin frá kl. 13:00 til 18:00. Föstudaginn 15.desember til föstudagsins 22.desember verður opið frá kl. 13:00 til 18:00. Á Þorláksmessu 23. desember er opið frá kl. …

Jólaljósin tendruð

Fjölmenni var statt á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi þegar Marie Tveter og Bjartur Finnbogason nemendur úr Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri tendruðu ljósin á jólatré Borgarbyggðar í gær. Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar flutti ávarp, Freyjukórinn söng og Steinunn Pálsdóttir flutti tónlist ásamt tæplega þrjátíu nemendum sínum úr Laugargerðisskóla. Landflutningar-Samskip lánuðu glæsilegan flutningabíl til að nota sem svið á hátíðinni. Veður var stillt …

Aðventutónleikar í Reykholti

Aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar og Borgarfjarðarprófastsdæmis verða í Reykholtskirkju, laugardaginn 2. desember kl. 20.30. Flytjendur á tónleikunum eru Kammerkór Vesturlands og hljóðfæraleikarar. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Bach, Mendelsohn, Händel og Sigvalda Kaldalóns. Einsöngur: Guðfinna Indriðadóttir, Björg Karitas Jónsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Lára Kristín Gísladóttir.    

Félagsmiðstöðin Hosiló, Varmalandi

Miðvikudaginn 29. nóv. s.l. var stór dagur fyrir unglinga í Varmalandsskóla en þá var opnuð félagsmiðstöð í anddyri félagsheimilisins Þinghamars. Haldin var glæsileg opnunarhátíð og fékk félagsmiðstöðin nafnið Hosiló í samkeppni sem haldin var um nafnið á unglingastiginu. Nafnið merkir stað eða herbergi sem sem notalegt er að dvelja í og á því vel við. Á annað hundrað manns mættu …

Hilmar Örn, Sigurrós og steinhörpur Páls í Safnahúsi 1. des

Þann 1. desember næstkomandi lýkur yfirlitssýningu á munum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Af því tilefni halda vinir Páls menningarvöku í Safnahúsinu kl 20:30 sama dag. Þar verður m.a. frumflutt lag Hilmars Arnar Hilmarssonar við ljóð Guðmundar Böðvarssonar Rauði steinninn og verður það leikið á steinhörpur Páls. Snorri á Fossum, Steindór Andersen, Gunnar Kvaran, Frank, hljómsveitin …