Mímir ungmennahús stendur fyrir opnum stjórnmálafundi fyrir ungt fólk fimmtudagskvöldið 3. maí og hefst fundurinn kl 20.30. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkana í kjördæminu verða með stuttar framsögur og svara svo spurningum úr sal að þeim loknum. Þarna gefst gott tækifæri fyrir ungt fólk til þessa að koma skoðunum sínum á framfæri og spyrja fulltrúa flokkana spurninga sem þau varða. Þetta er …
Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála 2007
Borgarbyggð hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2007. Umsóknir skulu berast til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, Borgarbraut 14 fyrir föstudaginn 11. maí n.k. Ekki verður tekið við umsóknum í tölvupósti. Úthlutunarreglur vegna framlaga til íþrótta,- æskulýðs – og tómstundamála í Borgarbyggð. 1.gr. Úthlutað er peningalegum styrkjum til íþrótta,- æskulýðs – og tómstundamála …
Auglýst eftir leikskólakennara
Leikskólakennara vantar í 100% starf við leikskólann við Skallagrímsgötu í Borgarnesi frá og með 15. maí n.k. Vakin er athygli á því að fáist ekki leikskólakennari til starfa er ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 437 1050 og 844 6677.
Starfsmaður á framkvæmdasvið
Byggingasvæði við Brákarsund – RS Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf á framkvæmdasviði Borgarbyggðar. Um er að ræða 100% starf til tveggja ára. Verkefni munu fyrst og fremst lúta að skipulagsmálum auk annarra verkefna er til kunna að falla á framkvæmdasviði. Hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á háskólastigi er varðar skipulags- eða tæknifræði. Hafa jákvætt hugarfar …
Tónlistarskólinn fær heimsókn frá Álftanesi
Tónlistarfólk að loknum tónleikumUm helgina fær Tónlistarskóli Borgarfjarðar góða heimsókn. Um 40 nemendur frá Tónlistarskóla Álftaness koma í Borgarfjörðinn og halda tónleikar í Logalandi í Reykholtsdal laugardaginn 28. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og auk gestanna leika nemendur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar á tónleikunum og síðan verður samspil þar sem nemendur beggja skólanna leika nokkur létt lög. Eftir tónleikana verður boðið …
Rusli þakið gólf
Nemendur í Laugargerðisskóla tóku ýmis umhverfistengd verkefni fyrir í tilefni af degi umhverfisins sem var í gær. Meðal annars tók 1. og 2. bekkur saman allan ruslpóst sem safnast hafði saman á heimilum nemenda í eina viku. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur við afraksturinn. Elstu nemendur skólans gerðu könnun á bæjum um flokkun sorps og meðferð ýmiss úrgangs …
Númerslausir bílar burt
Borgarbyggð hefur gert samning við Vöku ehf, vegna bílahreinsana, aksturs, geymslu, förgunar og uppboða á bílum sem lagt er númerslausum innan marka sveitarfélagsins. Á næstunni mun hefjast vinna við þessa hreinsun þar sem númerslausar bifreiðar á lóðum og löndum sveitarfélagsins verða fjarlægðar. Hreinsunarvinnan mun vara næstu árin meðan samningurinn við Vöku er í gildi. Í hreinsunarvinnunni felst að skrifleg áminning …
Fundur um þjóðlendumál í Borgarnesi
Búnaðarsamtök Vesturlands boða til opins fundar um þjóðlendumál, fimmtudaginn 26. apríl 2007 á Hótel Borgarnesi og hefst fundurinn kl. 13.00 Dagskrá:1. Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður fjallar um lög um þjóðlendur og framkvæmd þeirra.2. Gunnar Sæmundsson bóndi, fjallar um aðkomu Bændsamtaka Íslands að þjóðlendumálinu.3. Guðný Sverrisdóttir formaður Samtaka Landeigenda kynnir sjónarmið samtakanna.4. Umræður.Bændur og aðrir landeigendur er hvattir til að fjölmenna og …
Dagur umhverfisins er í dag
Einir á Langavatnsdal Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður loftlagsmálum. Hér á eftir fara 10 heillaráð til að stuðla að minni loftmengun frá almenningi: Keyra einkabílinn eins lítið og kostur er. Þess í stað er hægt að nota almenningssamgöngur, eða þá hjóla og ganga. Velja sparneytna bíla. Spara rafmagn í bílnum, t.d. með því að nota dagljós en …
Loftslagsmynd Al Gore í Óðali á morgun
Dagur umhverfisins er á morgun, 25. apríl. Þetta árið er hann tileinkaður loftslagsmálum og af því tilefni býður umhverfisnefnd Borgarbyggðar í samvinnu við félagsmiðstöðina Óðal íbúum sveitarfélagsins í bíó þar sem sýnd verður myndin ,,An inconvenient truth” eftir Al Gore. Sýning myndarinnar verður eins og áður sagði á morgun, miðvikudaginn 25. apríl kl 17:30 í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og …