Auglýst eftir safnverði

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir safnverði í munasafn. Munasafn er yfirheiti fyrir Listasafn Borgarness, Byggðasafn Borgarfjarðar og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar. Í Safnahúsi er einnig rekið Héraðsskjalasafn og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar. Starfslýsing Munavörður gerir fjárhagsáætlanir fyrir söfnin og ber faglega ábyrgð á því að varðveisla safnmuna standist kröfur um ábyrga minjavörslu. Mótar varðveislu- söfnunar- og sýningarstefnu fyrir söfnin. Starfsmaður munasafns hefur umsjón með minjageymslum …

25 ára starfsafmæli

Þann 1. júní sl. átti Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri Borgarbyggðar 25 ára starfsafmæli hjá sveitarfélaginu. Af því tilefni færði samstarfsfólk hans honum blóm og fleiri gjafir. Á meðfylgjandi mynd er Anna Ólafsdóttir að færa honum heillaóskir. Þau Anna og Eiríkur eru meðal reyndustu og traustustu starfsmanna sveitarfélagsins, Anna hóf störf þann 1. desember 1986 og hafði áður starfað í 11 ár …

Laus störf í leikskólanum Hraunborg á Bifröst

Hraunborg er rekinn af Hjallastefnunni og er staðsett í háskólaþorpinu. Síðastliðinn vetur voru 80 börn á aldrinum eins til sex ára í skólanum á kynja og aldursskiptum kjörnum. Leiðarljósið í Hjallastefnustarfi er jákvæður agi, jafnrétti, kærleikur og sköpun. Í haust vantar frábæra og áhugasama kennara sem vilja vinna með afskaplega skemmtilegum börnum í Hraunborg. Einnig vantar hugmyndaríkan og duglegan kokk …

Borgfirðingahátíð um helgina

Borgfirðingahátíð fer fram núna um helgina og því venju fremur mikið um að vera í Borgarfirði. Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur veg og vanda að dagskránni og að þessu sinni tvinnast IsNord-tónlistahátíðin með skemmtilegum hætti inn í dagskránna. Það eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur sem standa í sameiningu að hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.    

Skólaslit Grunnskóla Borgarness

Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi eru í dag. Í því tilefni fóru nemendur og kennarar í skrúðgöngu niður á íþróttasvæði þar sem farið var í leiki og grillað ofaní mannskapinn í tilefni skólaloka. Kristján Gíslason skólastjóri sleit skólanum í ræðu sem hann flutti í blíðskaparveðri og síðan var farið í leiki á íþróttavellinum. 10. bekkur útskrifast seinna í dag við hátíðlega …

Samið um vinnu við aðalskipulag

Borgarbyggð hefur undirritað verksamningur við Landlínur vegna aðalskipulagsvinnu fyrir allt landsvæði Borgarbyggðar. Það voru Páll Brynjarsson, sveitarstjóri og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, framkvæmdastjóri Landlína sem undirrituð samninginn mánudaginn 4. júní. Verkefnið var boðið út á sínum tíma og áttu Landlínur lægsta tilboðið af fjórum aðilum er buðu í verkið. Markmið skipulagsvinnunnar er að móta stefnu um uppbyggingu sveitarfélagsins, með tilliti til …

Nýtt fréttabréf í dreifingu í dag

Íbúar Borgarbyggðar fá nýtt fréttabréf sveitarfélagsins borið í hús til sín í dag. Að venju kennir þar ýmissa grasa. Meðal annars er sagt er frá þjónustukönnun Borgarbyggðar, gangi mála við Menntaskólann, landnemaskólanum, vinnuskólanum, aðalskipulagsgerð og fleira. Þá eru þar fastir liðir eins og “sveitarstjórnarmaðurinn” sem að þessu sinni er Finnbogi Rögnvaldsson og “fréttaritari úr sveitinni” er Guðrún Björk Friðriksdóttir frá …

Hreinsunarátak framlengt

Ákveðið hefur verið að framlengja hreinsunarátaki í Borgarbyggð til 30. júní næstkomandi. Þau býli, fyrirtæki og stofnanir sem panta vilja timbur- og járnagáma til sín er bent á að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Eins og fram kemur í nýjasta Fréttabréfi Borgarbyggðar geta eldri borgarar og öryrkjar í Borgarbyggð fengið garða sína slegna allt að þrisvar sinnum í sumar. Tekið er við beiðnum um júníslátt 15. júní og slætti verður lokið eigi síðar en 25. júní. Fyrir júlíslátt er tekið við beiðnum til 6. júlí (slætti lýkur 16. júlí) og vegna ágústsláttar er tekið …

Bókakoffort handa leikskólabörnum

Í marsmánuði síðastliðnum hleypti Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, í góðri samvinnu við Leikskólann Klettaborg, af stað tilraunaverkefninu ,,Bókakoffort handa leikskólabörnum”. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi barna á leikskólaaldri og foreldra þeirra að bókum og hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín. Í leiðinni er minnt á bókasafnið og hlutverk þess.   Hugmyndin er sótt til Borgarbókasafns Reykjavíkur en einnig hefur …