Fyrirkomulag um hreinsun rotþróa í Borgarbyggð

Eftir útboð árið 2007 var samið við nýjan verktaka um losun rotþróa í sveitarfélaginu og gildir samningurinn til ársins 2012. Samningurinn miðar við að hver rotþró sé tæmd tvisvar á samningstímabilinu og eiga að líða sem næst 3 ár á milli tæmingar á hverri rotþró. Innifalið í árgjaldi fyrir rotþróarhreinsun er því ein losun á þriggja ára fresti. Þurfi húseigandi …

Draumasveitarfélagið

Nýverið birti vikuritið Vísbending, tímarit um viðskipti og efnahagsmál, úttekt sína á draumasveitarfélaginu. Í úttektinni er stuðst við ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2006 og skoðaðar fimm kennitölur; álagning útsvars, íbúaþróun, rekstrarafkoma, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall. Niðurstaða þessarar úttektar er sú að Borgarbyggð fær einkunnina 3,1 og er í 32. sæti af 38 sveitarfélögum. Ef rýnt er í þessa …

Snjómokstur í dreifbýli Borgarbyggðar

Fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli Borgarbyggðar er með þeim hætti að á hverju svæði eru snjómokstursfulltrúar sem eru tengiliðir við snjómokstursverktaka á hverjum stað. Skólabílstjórar í sveitarfélaginu eru tengiliðir við snjómokstursfulltrúa varðandi þörf á mokstri á skólaleiðum en á öðrum akstursleiðum eru íbúar beðnir um að tilkynna snjómokstursfulltrúum um þörf á mokstri. Eftirtaldir aðilar eru snjómokstursfulltrúar í Borgarbyggð: Kolbeinsstaðahreppur: Snjómokstursfulltrúi er …

Undirbúningur hafinn að byggingu vallarhúss við Skallagrímsvöll

Á fundi sínum þann 6. febrúar 2008 skipaði byggðaráð þau Kristmar Ólafsson, Björn Bjarka Þorsteinsson og Jenný Lind Egilsdóttur í vinnuhóp sem undirbúa á byggingu vallarhúss við Skallagrímsvöll. Auk þeirra skipa UMSB og UMF Skallagrímur hvort sinn fulltrúann í hópinn. Á fjárhagsáætlun þessa árs er 20 milj. kr. varið til byggingar hússins. Vinnuhópnum er ætlað að gera tillögu um hvernig …

Akraneskaupstaður gerir samstarfssamning við Snorrastofu

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að tillögu menningarmála- og safnanefndar samkomulag við Snorrastofu í Reykholti sem gilda mun árin 2008 – 2010.   Framlag Akraneskaupstaðar til Snorrastofu mun verða um 2,3 milljónir í heild sinni á tímabilinu. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir samstarfi á milli Snorrastofu og Byggðasafnsins að Görðum sem snúa að sameiginlegum málefnum beggja staðanna. Jafnframt gerir samningurinn …

Sígaunabaróninn frumsýndur

Sígaunabaróninn var frumsýndur á fimmtudagskvöldið 7. febrúar í Gamla mjólkursamlaginu í Borgarnesi, eins og til stóð þrátt fyrir éljagang og skafrenning.   Mikil stemmning var á sýningunni og fagnaðarlæti í lok hennar. Gestir risu úr sætum þegar leikstjórinn Ása Hlín Svavarsdóttir, stjórnandinn Garðar Cortes og píanóleikarinn Zsuzsanna Budai voru leidd fram til að hneigja sig.   Meðal gesta á sýningunni …

Landshlutasöngvakeppni unglinga á Vesturlandi frestað

Landshlutasöngvakeppni unglinga á Vesturlandi sem vera átti í Ólafsvík í dag, 7. febrúar, fellur niður vegna veðurs. Stefnt er að því að halda keppnina, á sama stað, mánudaginn 18. febrúar kl. 18:00. Sjá einnig á heimasíðu Óðals.  

Tilkynning frá þorrablótsnefnd Lindartungu

Þorrablóti sem vera átti í Lindartungu annað kvöld þ.e. föstudagskvöldið 8. febrúar er frestað vegna veðurs og ófærðar til föstudagskvöldsins 15. febrúar næstkomandi.  

Sýnum gangandi vegfarendum tillitssemi

Af gefnu tilefni er ástæða til að minna ökumenn á að sýna aðgát og tillitssemi. Mikil snjóalög valda því að víða þurfa gangandi vegfarendur að fara út á vegi til að komast leiðar sinnar.  

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki

Menningarsjóður Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2008. Aðalhlutverk sjóðsins verði að vera megin stoð í menningarlífi Borgarbyggðar og styðja við hvers konar menningarsköpun í héraðinu og er það sérstök áhersla lögð á grasrótarstarfsemi. Sjóðurinn var upprunalega stofnaður sem Menningarsjóður Borgarness í mars 1967, í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Borgarness. Tilgangur hans var m.a. að styrkja …