Ungmennafélag Reykdæla heldur upp á 100 ára afmæli sitt með því meðal annars að setja upp leikritið ,,Þið munið hann Jörund“ í Logalandi. Stífar æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur en nú hyllir undir lok æfingatímans því leikritið verður frumsýnt föstudaginn 7. mars. Sjá hér auglýsingu frá leikdeildinni um sýningartíma og leikendur .
Málþing um eignarrétt og þjóðlendulög haldið í Reykholti
Málþing um eignarrétt á landi og þjóðlendulögin verður haldið í Snorrastofu í Reykholti laugardaginn 8. mars. Það hefst kl. 13:00 með ávarpi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Málþingið skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um eignarrétt í sögulegu jósi. Í öðrum hluta er fjallað um þjóðlendulögin og eignarréttinn. Endað er síðan á pallborðsumræðum þar sem fulltrúar …
Sígaunabaróninn gengur enn fyrir fullu húsi
Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur staðið fyrir óperusýningunni Sígaunabaróninum í gamla mjólkursamlagshúsinu í Borgarnesi nú í febrúar. Uppselt hefur verið á allar sýningar í febrúar og nú er búið að bæta við fimm sýningum í mars. Um 35 manns taka þátt í sýningunni, þar af níu börn. Það eru átta nokkuð stór einsöngshlutverk og einnig eru nokkur minni hlutverk sem félagar í …
Brúðguminn í Óðali
Íslenska gamanmyndin Brúðguminn veður sýnd í félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi, sunnudaginn 2. febrúar, kl. 17:00 og 20:00. Miðaverð er 1.200 krónur. Það er nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi sem stendur fyrir sýningum á þessari geysivinsælu mynd og hvetur íbúa Borgarbyggðar til að skella sér í bíó.
Jarðgerðarsamningur undirritaður
Nýr verksamningur milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Borgarbyggðar, um söfnun lífræns heimilisúrgangs á Hvanneyri og jarðgerð hans í Moldu, var undirritaður á Hvanneyri í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra var viðstödd undirritunina, en hún var í heimsókn á Hvanneyri ásamt aðstoðarkonu sinni, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, til að kynna sér starfsemi LBHÍ og ræða við sveitarstjórnarmenn um skipulags- og umhverfismál í Borgarbyggð. Samningurinn …
Frumkvöðull Vesturlands 2007
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum vegna einstaklinga sem skarað hafa fram úr við þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Sjá hér auglýsinguna. Mynd: Sigurjón Einarsson
Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 27. febrúar
Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta fyrsta tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju; stærstu greinarnar fjalla um skólastefnu Borgarbyggðar, framkvæmdir á árinu 2007 og fjölsótta ferðamannastaði í Borgarbyggð. Fastir liðir eru sveitarstjórnarmaðurinn; sem að þessu sinni er Ingunn Alexandersdóttir, fréttaritari úr sveitinni; er Sigvaldi Ásgeirsson …
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Borgarbyggð
Félagsráðgjafi óskast til starfa við félagsþjónustu Borgarbyggðar. Um nýja stöðu er að ræða. Hér má nálgast auglýsinguna.
Erlend börn í Borgarbyggð – Foreign children in Borgarbyggð
Sunnudaginn 17. febrúar var haldinn samstarfsfundur Borgarfjarðardeildar Rauða krossins og Grunnskólans í Borgarnesi með foreldrum erlendra nemenda sem stunda nám í Grunnskólanum í Borgarnesi. Var fundurinn haldinn í Félagsbæ og var hann vel sóttur af foreldrum frá hinum ýmsum löndum. (English version) -Paola Cardenas, verkefnisstjóri í málefnum útlendinga á Íslandi á landsskrifstofu Rauða Krossins hélt erindið ,,Að aðlagast í nýju …
Bætt aðstaða til sorpflokkunar fyrir starfsmenn fyrirtækja í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi
Fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi hafa tekið höndum saman og fengið sér 500 lítra endurvinnslutunnu frá Gámaþjónustunni. Með því að bjóða upp á aðstöðu til sorpflokkunar við Stjórnsýsluhúsið er lagður grunnur að því að draga verulega úr því sorpmagni sem sent er til urðunar í Fíflholt.Í endurvinnslutunnuna mega fara sjö flokkar úrgangs, þ.e. dagblöð, skrifstofupappír, fernur, bylgjupappír, …