Bætt aðstaða til sorpflokkunar fyrir starfsmenn fyrirtækja í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi

febrúar 25, 2008

Fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi hafa tekið höndum saman og fengið sér 500 lítra endurvinnslutunnu frá Gámaþjónustunni. Með því að bjóða upp á aðstöðu til sorpflokkunar við Stjórnsýsluhúsið er lagður grunnur að því að draga verulega úr því sorpmagni sem sent er til urðunar í Fíflholt.Í endurvinnslutunnuna mega fara sjö flokkar úrgangs, þ.e. dagblöð, skrifstofupappír, fernur, bylgjupappír, málmar, rafhlöður og plastumbúðir. Flokkaði úrgangurinn er síðan fluttur til Hafnarfjarðar á flokkunarstöð Gámaþjónustunnar og sendur þaðan úr landi til endurvinnslu. Jafnstóru keri fyrir almennan úrgang var skipt út fyrir endurvinnslutunnuna við Stjórnsýsluhúsið. Núna eru því eitt ker fyrir almennan, óflokkaðan úrgang og síðan annað jafnstórt ker fyrir flokkaðan úrgang.

Í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi eru eftirtalin fyrirtæki.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
Menningarfulltrúi Vesturlands
Héraðsdómur Vesturlands
Nepal hugbúnaður ehf.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Skrifstofuþjónusta Vesturlands
Símenntunarmiðstöð Vesturlands
Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vesturlandi
Tak-Malbik
Sorpurðun Vesturlands
Staðardagskrár 21 skrifstofan
Umís ehf Environice
Fasteignamat ríkisins
 
Myndir: Ragnhildur Jónsdóttir

Share: