Hjólað í vinnuna um allt land

Starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Borgarbyggð eru hvattir til að taka þátt í vinnustaðakeppni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ,,Hjólað í vinnuna“. Átakið stendur yfir í rúmar tvær vikur, frá 7. – 23. maí 2008. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Fylgjast má með átaksverkefninu á vef ÍSÍ.  

Forvarnarbolum dreift til unglinga í Borgarbyggð

Nemendur í 7. – 10. bekk í Grunnskólum Borgarbyggðar hafa nú fengið gefins boli með ýmiss konar forvarnarslagorðum. Það er “Samráðshópur um forvarnir í Borgarbyggð” sem gefur bolina sem er ætlað að fá unglinga og foreldra þeirra til að hugsa um mikilvægi jákvæðs lífstíls og vekja umræður um þessi mál á heimilinu. Slagorðin á bolunum eru samin af Hjördísi Hjartardóttur …

Svartur og hvítur kettlingur í óskilum hjá gæludýraeftirlitsmanni

Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar handsamaði svartan og hvítan kettling í heimahúsi við Böðvarsgötuna í Borgarnesi sunnudagskvöldið 4. maí. Kötturinn er ómerktur og ekki á skrá hjá Borgarbyggð. Eigandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson gæladýraeftirlitsmann í síma 8681926 eða 4351415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 4337100 á opnunartíma ráðhússins. Ef einhver lesandi heimasíðunnar …

Lóðahreinsunardagur í Borgarnesi

Nú stendur yfir hreinsunarátak í Borgarbyggð. Fyrsta sópun sumarsins á gangstéttum og götum er langt komin og búið að hreinsa öll opin svæði á Hvanneyri auk flestra lóða. Einnig hefur drjúgur hluti opinna svæða í Borgarnesi verið hreinsaður eftir veturinn. Laugardaginn 3. maí er lóðahreinsunardagur í Borgarnesi. Þá verður garðaúrgangur hirtur við heimili íbúa í Borgarnesi og einnig verður garðaúrgangi …

Hundahlýðninámskeið í Borgarnesi

Hundaskólinn ,,Hundalíf” heldur hvolpa og grunnnámskeið í Borgarnesi dagana 3-4 maí 2008. Sjá hér auglýsingu um námskeiðið. Minnt er á að helmingsafsláttur er á hundaleyfisgjöldum hjá Borgarbyggð ef eigendur hafa farið með hunda sína á hlýðninámskeið hjá viðurkenndum hundaskóla. Frekari upplýsingar eru hér á heimasíðu Borgarbyggðar. Hundaeigendur er hvattir til að sækja svona námskeið og skila inn vottorði á skrifstofu …

Opinn íbúafundur á Hvanneyri

Í kvöld, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 20:00 verður haldinn opinn íbúafundur í Ásgarði á Hvanneyri. Þar verður m.a. farið yfir: • Framtíðarsýn LBHI • Skipulagsmál • Framkvæmdir og viðhald • Fráveitumál • Þjónustumál, verslun og bensínafgreiðsla. Fundarstjóri verður Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar. Sjá hér auglýsinguna. Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Úthlutað úr Húsaverndunarsjóði

Úthutað hefur verið í fjórða sinn úr Húsaverndunarsjóði Borgarbyggðar, sem er sameiginlegt verkefni Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu. Alls bárust 10 umsóknir um styrki vegna ýmissa verkefna og var að þessu sinni ákveðið að styrkja aðeins eitt þeirra, þ.e. endurbætur á gömlu skemmunni á Hvanneyri. Það er sóknarnefndin á staðnum sem sótti um styrkinn í því augnamiði að nýta húsið sem …

Evrópa unga fólksins

Evrópa unga fólksins verður með kynningarfund í Borgarnesi þriðjudaginn 29.apríl n.k. kl 21.00 í Ungmennahúsinu Mími. Sjá hér auglýsingu um kynningarfundinn.  

Boðið upp á bílaþvott í Borgarnesi

Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á bílaþvott helgina 3. og 4. maí til styrktar skólaferðalagi sem þau fara í til Svíþjóðar í haust. Sjá hér auglýsinguna frá þeim.