Hundaskólinn ,,Hundalíf” heldur hvolpa og grunnnámskeið í Borgarnesi dagana 3-4 maí 2008. Sjá hér auglýsingu um námskeiðið.
Minnt er á að helmingsafsláttur er á hundaleyfisgjöldum hjá Borgarbyggð ef eigendur hafa farið með hunda sína á hlýðninámskeið hjá viðurkenndum hundaskóla. Frekari upplýsingar eru hér á heimasíðu Borgarbyggðar.
Hundaeigendur er hvattir til að sækja svona námskeið og skila inn vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar þegar því er lokið. Þeir sem ekki hafa hunda sína skráða hjá Borgarbyggð geta gert það um leið og þeir skila inn vottorðinu.