Fornar gáttir – Minjarannsóknir undanfarinna ára í Reykholti

Sett hefur verið upp í Snorrastofu sýning um fornleifarannsóknir undanfarinna ára í Reykholti. Sýningin er hönnuð af Sigríði Kristinsdóttur, grafískum hönnuði, en texta vann Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri fornleifarannsókna í Reykholti. Sýningin, sem staðsett er í Finnsstofu inn af Safnaðarsal Reykholtskirkju, verður opnuð formlega laugardaginn 28. júní kl. 18:00. Fornleifa í Reykholti er getið snemma á 19. öld, þegar …

Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880 – 2007

Í tilefni af aldarafmæli skólahalds í Borgarnesi haustið 2008 og 50 ára afmælis skólahalds að Varmalandi 2005 verður gefin út saga barna og unglingafræðslu í Mýrasýslu, 1880-2007. Bókin er í stóru broti, 304 síður að lengd og ríkulega myndskreytt. Flestar myndirnar hafa ekki birst á prenti áður. Boðið er upp á forsölu á bókinni og fá áskrifendur nafn sitt birt …

Boð á listsýningu í Jafnaskarðsskógi

Listsýning verður opnuð í skóginum í Jafnaskarði við Hreðavatn sunnudaginn 6. júlí kl. 14:00. Skógurinn skartar sínu fegursta á þessum tíma. Sýningin er samvinnuverkefni Menningarráðs Vesturlands og Skógræktar ríkisins og mun standa til haustsins. Listamennirnir eru allir af Vesturlandi. Boðskort fylgir hér með.  

Ingibjörg og María hvetja til aðgerða gegn illgresi

Borgnesingarnir Ingibjörg Hargrave og María Guðmundsdóttir hvetja íbúa þéttbýlisstaða Borgarbyggðar til að eyða illgresi við steinveggi, á götum og gangstéttum við hús sín og lóðir með því að sjóða vatn og hella á það strax að vori og síðan eftir þörfum fram á sumar. Þær segjast hafa gert þetta sjálfar í nokkur ár með góðum árangri. Margir hafa sömu sögu …

Gæfuspor í Borgarnesi

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verkefninu ,,Gæfuspor” eins og sagt var frá hér í frétt á heimasíðunni fyrir skömmu. Um 50 manns tóku þátt í göngunni í Borgarnesi 19. júní. Ásdís Helga Bjarnadóttir er verkefnisstjóri Gæfuspors. Hér má nálgast frétt frá henni um þetta skemmtilega verkefni. Þar má meðal annars finna eftirfarandi ljóð eftir Erlu Rögnu Hróbjartsdóttur á Hvanneyri. Ekki skal …

Ungar þjóðhátíðardömur

Hér birtast myndir af tveimur ungum þjóðhátíðardömum sem okkur bárust. Eins og kom fram í frétt hér á heimasíðunni í gær þá voru það tvær sex ára stúlkur, þær Þórunn Birta Þórðardóttir og Íris Líf Stefánsdóttir sem héldu á fánaborða þeim sem Herdís Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Borgarness, klippti á þegar nýja hátíðarsviðið var vígt í Skallagrímsgarði á 17. júní. Þórunn …

Þróun í menningartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Nýtt átaksverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinn á vegum Iðnaðarráðuneytisins var kynnt á Vesturlandi í gær, miðvikudaginn 18. júní. Það var Impra og Ferðamálastofa sem stóðu fyrir kynningunni á Hótel Stykkishólmi. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Impru. Vinnufundir þar sem verkefnin eru kynnt eru haldnir á sjö stöðum á landsbyggðinni nú í júní. Nánari …

Nýtt svið vígt í Skallagrímsgarði á þjóðhátíðardegi Íslendinga

Nýtt svið var vígt með sérstökum hætti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi í gær. Það voru tvær sex ára stúlkur, þær Þórunn Birta Þórðardóttir og Íris Líf Stefánsdóttir, sem héldu í fánaborða sem formaður Kvenfélags Borgarness, Herdís Guðmundsdóttir, klippti á. Þess verður að geta að Þórunn Birta er barnabarn Steinunnar Pálsdóttur sem er umsjónamaður Skallagrímsgarðs, og Íris er langömmubarn Geirlaugar Jónsdóttur …

Karlakórinn ,,Gamlir Fóstbræður” heldur tónleika í Borgarneskirkju

Tónleikar karlakórsins ,,Gamlir Fóstbræður” verða í Borgarneskirkju laugardaginn 21.júní kl. 10.30. Stjórnandi kórsins er Jónas Ingimundarson. Gestasöngvari er tenórinn Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari. Á efniskrá kórsins eru íslenskar og erlendar söngperlur. Tónleikar þessir eru í boði velunnara kórsins og því er aðgangseyrir enginn. Kórfélagar vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og nýta sér þetta einstaka tækifæri …