Vestur-íslenskt ungt fólk á ferð

Skallagrímsgarður í Borgarnesi skartaði sínu fegursta í dag þegar meðfylgjandi mynd var tekin af hópi Vestur-íslensks ungs fólks sem þar var statt á vegum Snorra verkefnisins. Hópurinn snæddi nesti í garðinum á leið sinni vestur á Snæfellsnes. Unga fólkið hefur dvalið hjá íslenskum ættmennum sínum víða um land undanfarið og tvær stúlkur úr hópnum hafa dvalið í Borgarnesi og á …

Reykholtshátíð nálgast

Hin árlega Reykholtshátíð verður haldin dagana 23 – 27 júlí í kirkjunni í Reykholti. Í ár hefst hátíðin á tónleikum karlakórs St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu sem heldur þrenna tónleika á hátíðinni. Kórinn sem heldur á lofti hinni áhrifamiklu rússnesku karlakórahefð hefur getið sér gott orð víða um heim. St. Basil kórinn flytur m.a. rússnesk þjóðlög, miðaldatónlist og lög eftir rússnesk …

Íslenski safnadagurinn á sunnudaginn

Tvö söfn í Borgarfirði taka þátt í íslenska safnadeginum í ár, en hann er haldinn annan sunnudag í júlí ár hvert og var fyrst haldinn árið 1997.   Í þetta sinn er það því sunnudagurinn 13. júlí. Markmiðið með þessu er að m.a. vekja fólk til vitundar um mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar hinna sameiginlegu verðmæta þjóðarinnar.   Söfn víða …

Leiðrétting á framsögn neytendasamtakanna á æfingagjöldum

Knattspyrnudeild Skallagríms vill koma á framfæri leiðréttingu á framsögn neytendasamtakana á æfingagjöldum knattspyrnufélaga. Þar er kemur fram að dýrast á landinu er að æfa hjá Skallagrími eða 50.400 kr á ári. Þetta er alfarið rangt. (sjá nánar: http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=309036).   Sú aðferðarfræði sem notuð hefur verið við útreikning í þessari könnun er röng þ.e. sumargjaldið sem er 4.200 kr. hefur verið …

Sumarhiti í Reykholti

Veðrið sýndi síðar bestu hliðar í Borgarfirði í gær og þar var Reykholt engin undantekning. Á meðfylgjandi mynd má sjá styttu Snorra Sturlsonar bera við heiðan himin í rúmlega tuttugu stiga hita. Ef flett er upp á heimasíðu Veðurstofu Íslands má sjá fróðlega umfjöllun um hátt hitastig eftir Borgnesinginn og veðurfræðimanninn Trausta Jónsson, en þar kemur m.a. fram að hiti …

Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í Borgarnesi

Laugardaginn 19.júlKl: 14:00 mun Leikhópurinn Lotta sýna Galdrakarlinn í Oz í Borgarnesi. Sýnt verður í Skallagrímsgarði. Frekari upplýsingar eru í síma 770-0403 og á www.leikhopurinnlotta.is.   Í sumar mun Leikhópurinn Lotta sýna undir berum himni fjölskyldusýninguna Galdrakarlinn í Oz víðsvegar um landið en leikhópurinn sýndi einmitt Dýrin í Hálsaskógi í fyrrasumar við miklar vinsældir. Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi …

Veðurblíða og litadýrð

Veðurblíðan hefur verið mikil undanfarið og ekki lát þar á í bili ef marka má fréttir frá Veðurstofu Íslands. Í dag er spáð fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt, léttskýjuðu í innsveitum og hita 15 til 22 stig, einna hlýjustu veðri á þessu svæði. Við ströndina verður þó víða þokuloft, einkum í nótt. Fallega veðrið undanfarið kallar litina fram og …

Útboð á skólaakstri

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á einni leið með nemendur við Grunnskólann í Borgarnesi.   Um er að ræða eina leið með nemendur af Mýrum og er áætlaður akstur um 85km á dag. Verkið er boðið út til eins árs, það er skólaárið 2008 – 2009, með möguleika á framlengingu í eitt ár.   Útboðsgögn fást á skrifstofu Borgarbyggðar, …

Hvaða fólk er þetta?

Á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar, www.safnahus.is er Skjalasafnið með fastan dálk þar sem leitað er eftir upplýsingum um gamlar myndir í eigu safnsins. Þessi mynd er ein þeirra og er spurt hvaða fólk sé á myndinni. Einu upplýsingarnar sem fylgja myndinni eru að á bakhlið hennar stendur: „tekið við gamla hótelið“og að ljósmyndarinn er úr Vestmannaeyjum. Ekki er vitað hvaða hótel …

Skallagrímsgarður

Til þess að koma fyrir föstu hátíðarsviði í Skallgrímsgarði, eins og því fallega sviði sem var smíðað og hlaðið fyrir 17. júní í sumar, þurfti að fjarlægja yfir 30 greni-, birki- og reynitré. Við þetta myndaðist töluvert skarð í annars gamal gróinn garðinn. Nú er sviðið að fullu risið, búið er að ganga frá gangstíg fyrir aftan það og framkvæmdir …