Veðurblíða og litadýrð

júlí 7, 2008
Veðurblíðan hefur verið mikil undanfarið og ekki lát þar á í bili ef marka má fréttir frá Veðurstofu Íslands. Í dag er spáð fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt, léttskýjuðu í innsveitum og hita 15 til 22 stig, einna hlýjustu veðri á þessu svæði. Við ströndina verður þó víða þokuloft, einkum í nótt.
Fallega veðrið undanfarið kallar litina fram og þar er Brákarsundið í Borgarnesi engin undantekning. Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Share: