Skallagrímsgarður

júlí 3, 2008
Til þess að koma fyrir föstu hátíðarsviði í Skallgrímsgarði, eins og því fallega sviði sem var smíðað og hlaðið fyrir 17. júní í sumar, þurfti að fjarlægja yfir 30 greni-, birki- og reynitré. Við þetta myndaðist töluvert skarð í annars gamal gróinn garðinn. Nú er sviðið að fullu risið, búið er að ganga frá gangstíg fyrir aftan það og framkvæmdir eru hafnar við gróðursetningu ýmissa tegunda trjáa sem eiga að koma í stað þeirra sem fellt voru. Þau tré sem búið er að gróðursetja núna eru Álmur, Gullregn, Elri, Hlynur, Gráreynir, Heggur, Blóðheggur, Kasmírreynir. Á næsta ári verður síðan plantað Purpurahlyn til hliðar við sviðið í góðu skjóli þar sem op er á laufþykkninu fyrir ofan. Með þessum aðgerðum er vonast til að mynda megi skjól og fallega umgjörð um sviðið.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir

Share: