Skallagrímsgarður í Borgarnesi skartaði sínu fegursta í dag þegar meðfylgjandi mynd var tekin af hópi Vestur-íslensks ungs fólks sem þar var statt á vegum Snorra verkefnisins. Hópurinn snæddi nesti í garðinum á leið sinni vestur á Snæfellsnes.
Unga fólkið hefur dvalið hjá íslenskum ættmennum sínum víða um land undanfarið og tvær stúlkur úr hópnum hafa dvalið í Borgarnesi og á bænum Tungulæk í Borgarhreppi hinum gamla.
Þess má geta að stúlkurnar eru skyldmenni hjóna sem bjuggu á Litlu-Brekku í Borgarhreppi um langt skeið á síðustu öld, þeirra Guðfríðar Jóhannesdóttur og Guðmundar Þorvaldssonar.
Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir