Fyrirlestur um gróðurfar í Reykholtsdal

Þriðjudagskvöldið 19. ágúst klukkan 20:30 mun Egill Erlendsson landfræðingur flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber heitið ,,Gróðurfar í Reykholtsdal frá landnámi til nútíma”. Fyrirlesturinn er hluti af svokölluðum Fyrirlestrum í héraði, sem styrktir eru af Menningarsjóði Borgarbyggðar. Í erindi sínu mun Egill fjalla um loftslags- og gróðurfarsbreytingar í Reykholtsdal frá landnámi til nútíma eins þær birtast í setlögum frá …

Félagsstarf aldraðra og öryrkja

Félagsstarf aldraðra og öryrkja að Borgarbraut 65a hefst 4. september 2008. Boðið verður upp á fjölbreytt félagsstarf alla virka daga og hádegismat þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Dagskrá félagsstarfsins verður auglýst frekar í næsta Fréttabréfi Borgarbyggðar.  

Eldborgin afhent

Eins og fram hefur komið hér á síðunni var því fagnað í Safnahúsi Borgarfjarðar s.l. föstudag að safnið eignaðist stórt líkan af skipinu Eldborginni. Það voru þeir Sigvaldi Arason og Gunnar Ólafsson fyrrverandi skipstjóri skipsins sem höfðu forgöngu um smíði líkansins og komu þess í Borgarnes. Fyrir utan tilstyrk sveitarfélagsins að verkefninu studdu það eftirtaldir aðilar í héraði og eru …

Sparkvöllur í Laugargerði, graslögn og endanlegur frágangur

Um þessar mundir eru staddir hér á landi graslagningarverktakar á vegum KSÍ, sem munu leggja gervigras á sparkvöllinn í Laugagerði en völlurinn þar er samstarfsverkefni milli Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Stefnt er að því að grasið verði lagt á völlinn, vikuna 25. – 29. ágúst n.k. Vinnu við sparkvöllinn er að mestu lokið frá hendi verktakans Velverks í Kolbeinsstaðahreppi, …

Vatnsveita Syðri-Hraundal

Vinnu við endurbætur á vatnsbóli vatnsveitu Álftaneshrepps í landi Syðri-Hraundals lauk fimmtudaginn 14. ágúst sl. Það var vélaleiga Haraldar Helgasonar, Bæ 1, sem annaðist verkið fyrir Borgarbyggð.  

Eldborgin heim í Borgarnes

Hið merka skip Eldborgin var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi um miðbik síðustu aldar og á sér því sérstakan sess í atvinnusögu héraðsins. Á morgun, föstudag kl.18.00 er gestum boðið í Safnahús Borgarfjarðar í tilefni þess að Byggðasafni Borgarfjarðar verður afhent líkan af skipinu til varðveislu. Athöfnin, sem er á vegum Borgarbyggðar og Safnahúss, verður á …

Frétt frá framkvæmdasviði vegna opnunar tilboða

Mánudaginn 14. júlí sl. voru í Ráðhúsi Borgarbyggðar opnuð tilboð í ýmis verk í Borgarbyggð. Aðeins eitt tilboð barst, frá Borgarverki í Borgarnesi. Niðurstaða tilboðs var eftirfarandi: Gata frá Vesturlandsvegi að hesthúsahverfi – yfirborðsfrágangur: Tilboð verktaka: 10.634.000 kr. Kostnaðaráætlun Borgarbyggðar: 10.390.000 kr. Hrafnaklettur malbikun og gangstéttar, Stekkjarholt malbikun: Tilboð verktaka: 25.783.500 kr. Kostnaðaráætlun Borgarbyggðar: 24.797.500 kr. Malbikaður göngustígur frá Kvíaholti …

Íbúafundur um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu

Íbúafundur um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn miðvikudaginn 13. ágúst í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og hefst kl. 20,30.   Framsögumenn verða: Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri Sigurður M Einarsson stjórnarformaður Páll S Brynjarsson sveitarstjóri Á eftir framsöguerindum verða almennar umræður þar sem stjórnarmenn SPM og fulltrúar í byggðarráði Borgarbyggðar sitja fyrir svörum. Sveitarstjórn Borgarbyggðar  

Sauðamessa 2008

Sauðamessa 2008 verður ekki 30. ágúst eins og áður hefur verið auglýst. Samkvæmt tilkynningu frá stjórnendum Sauðamessu hefur hún verði færð til laugardagsins 4. október, þ.e. fyrstu helgi í október en ,,messan” hefur verið á þeim tíma þau skipti sem hún hefur verið haldin.  

Skólafréttir GBF

Fyrsta tölublað nýs skólafréttabréfs hjá Grunnskóla Borgarfjarðar er komið út. Skólafrétttir GBF eins og blaðið heitir, á að koma út í hverjum mánuði eða oftar ef þurfa þykir. Því er ætlað að koma á framfæri fréttum af skólalífinu á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri auk upplýsinga um viðburði og annað sem talið er að eigi erindi við foreldra / forráðamenn og íbúa …