Skólafréttir GBF

ágúst 11, 2008
Fyrsta tölublað nýs skólafréttabréfs hjá Grunnskóla Borgarfjarðar er komið út. Skólafrétttir GBF eins og blaðið heitir, á að koma út í hverjum mánuði eða oftar ef þurfa þykir. Því er ætlað að koma á framfæri fréttum af skólalífinu á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri auk upplýsinga um viðburði og annað sem talið er að eigi erindi við foreldra / forráðamenn og íbúa skólahverfanna. Hér má nálgast skólafréttabréfið.
 

Share: