Sjálfstraust og agi

Það var troðfullt hús í Óðal á fyrirlestri Jóhanns Inga Gunnarssonar sálfræðings fimmtudagskvöldið 20. nóvember. Enda var málefnið áhugavert “sjálfstraust og agi” ekki veitir okkur af að styrkja okkur í þeim málum á meðan við vinnum á efnahagsþrengingum þjóðarbúsins, eins gott að útbúa góða brynju þegar öll heimsins spjót snúa að okkur og ímynd heillar þjóðar hefur orðið fyrir álitshnekki. …

Íbúafundur í Brún í kvöld um aðalskipulagstillögu Borgarbyggðar

Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Brún í kvöld, 19. nóvember, kl. 20:30. Þar verða kynnt drög að aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins, en sérstaklega farið í kynningu á skipulagi Reykholts, Kleppjárnsreykja, Bæjar og Hvanneyrar. Þetta er annar fundurinn af tveimur sem haldnir verða. Sjá umfjöllun um fundina í eldri frétt frá 7. nóvember. Aðalskipulagstillöguna má nálgast hér á heimasíðunni. Sjá hér.  

Skólafréttir GBF eru komnar út

Fjórða tölublað fréttabréfs Grunnskóla Borgarfjarðar er komið út. Auk fjölbreytts efnis í Skólafréttum prýða fréttabréfið að þessu sinni margar skemmtilegar myndir frá skólalífinu á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Hér má nálgast nýjasta fréttabréfið.  

,,Sýndu hvað í þér býr”

Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið á Hvanneyri dagana 26.-27. nóvember í kennslustofu í fjósinu á Hvanneyri. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00 báða dagana. Sjá hér auglýsingu um námskeiðið. Það er Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins, …

Háskólatónleikar á Bifröst með borgfirskum tónlistarkonum

Háskólatónleikar á Bifröst verða haldnir miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi. Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari koma fram á tónleikunum. Á efnisskránni verða lög af nýútkomnum hljómdiski Guðrúnar sem ber nafnið Norðurljós. Auk þess munu þær Guðrún og Jónína Erna flytja lög úr íslenskum leikhúsverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson og Sigvalda Kaldalóns. Listakonurnar eru borgfirskar …

Minnt er á hunda- og kattahreinsun á Hvanneyri

Hunda- og kattahreinsun fer fram á Hvanneyri í dag, mánudaginn 17. nóvember, kl. 16:00 – 18:00 í áhaldahúsinu við hliðina á barnum. Sjá hér eldri frétt um hreinsunina http://www.borgarbyggd.is/frettir/nr/78989/.   Þeir hunda- og kattaeigendur í Borgarnesi og á Bifröst sem ekki mættu til lögbundinar ormahreinsunar í síðustu viku er velkomið að mæta með hunda sína og ketti á Hvanneyri í …

Fréttatilkynning frá ritnefnd bókarinnar ,,Barna- og unglingafræðsla Mýrasýslu”

Ritnefnd um útgáfu bókarinnar Barna – og unglingafræðsla Mýrarsýslu þykir miður að tilkynna að útgáfa bókarinnar mun dragast um nokkra mánuði og er stefnt að því að hún komi út á vordögum 2009. Kemur þessi frestun til af óhagstæðu efnahagsástandi í landinu en búið var að semja um prentun í evrum og erfiðara var að fá styrktaraðila. Teljum við að …

Við erum framtíðin!

Forvarnardagar í Borgarbyggð, sem enduðu með árlegu Æskulýðsballi í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 6. nóvember, tókust mjög vel.Unglingarnir sömdu slagorð við hæfi „Við erum framtíðin – segjum nei við fíkniefnum!“. Fíkniefni hafa verið á síðustu árum ein mesta ógn sem unglingar á framhaldsskólastigi, hafa staðið frammi fyrir. Sem betur fer er ekki vitað til þess að um fíkniefnaneyslu sé að ræða hjá …

Fyrirlestur um sjálfstraust og aga

Foreldrafélög grunnskólanna í Borgarbyggð sem kalla sig á samstarfsvettvangi 4XGB standa fyrir fyrirlestri með Jóhanni Inga Gunnarssyni, sálfræðingi, í Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00. Handboltakappinn, rithöfundurinn og sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson hefur starfað sem sálfræðingur fyrir hin ýmsu félagasamtök, fyrirtæki og íþróttafélög í gegnum tíðina, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að reka sína eigin …

Skipulagsauglýsing 2008-11-13

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Húsafells. Um er að ræða upptöku á deiliskipulag fyrir svæðið Stuttárbotnar þar sem gert er ráð fyrir einni 44 ha. lóða að stærð með 162 byggingarreitum, einni lóð fyrir íbúðarhús, lóð fyrir verslun og þjónustu, lóð fyrir athafnasvæði, lóð skilgreinda …