Hér neðarlega vinstra megin á forsíðu heimasíðunnar hefur lengi verið tengill á www.island.is. Sá vefur er leiðarvísir að opinberri þjónustu á Íslandi. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið sett inn upplýsingasíða á þann vef vegna efnahagsvandans. Þar er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á …
Ekkert fikt!! – Fræðsla og átak gegn flugeldaslysum
Slökkvilið Borgarbyggðar og Lögreglan í Borgarfirði og Dölum hafa tekið höndum saman um fræðslu í Grunnskólum Borgarbyggðar og Laugargerðisskóla. Átakið hefst nú í þessari 50. viku. Átakinu er beint að unglingastigi skólanna, það er nemendum 7. til 10. bekkjar. Það eru þau Laufey Gísladóttir lögreglumaður og Haukur Valsson eldvarnaeftirlitsmaður sem sjá um að fræða unglingana um þá slysa og eldhættu …
Uppsetning ljósastaura á Hvanneyri
Lokið hefur verið uppsetningu 4 ljósastaura við heimreiðina heim að Ásgarði á Hvanneyri og 1 ljósastaurs á göngustiginn milli Ásgarðs og nemendagarðanna. Einnig var settur 1 ljósastaur við innkeyrsluna inn í Sóltunshverfið. Frétt um þessa ljósastauravæðingu er einnig að finn á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands. Sjá hér.
Tveir bikarleikir í körfu hjá Skallagrími í vikunni
Tveir bikarleikir eru hjá Umf. Skallagrími í vikunni í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Annarsvegar mætir meistaraflokkur kvenna Þór Akreyri 10. desember og hinsvegar mætir meistaraflokkur karla Val þann11. desember og hefjast báðir leikirnir klukkan 19.15 Sjá hér auglýsingu um leikina.
Aðventukvöld í Safnahúsi 9. desember
Í tilefni útgáfu þriðju frumsömdu barnabókar Kristínar Thorlacius, stendur Safnahús Borgarfjarðar fyrir dagskrá tileinkaðri Kristínu þriðjudagskvöldið þann 9. desember kl. 20:00. Lesið verður upp úr nýju bókinni, Saga um stelpu, sem og úr eldri bókum, frumsömdum og þýddum, en Kristín hefur verið mjög afkastamikill þýðandi ýmissa bóka. Eftirtalin munu lesa upp úr verkum hennar: Sigríður Olgeirsdóttir, Alexander Gabríel Guðfinnsson og …
Árlegt jólaútvarp Óðals að hefjast
Árlegt jólaútvarp unglinga í Óðali hefst mánudaginn 8. desember kl. 10.00 með ávarpi útvarpsstjóra og má að vanda búast við skemmtilegri dagskrá. Jólaútvarpið er sannkallaður gleðigjafi í skammdeginu. Boðið verður upp á skemmtilega þætti, tónlist og fróðleik fyrir alla aldurshópa ásamt frábærum heimasmíðuðum auglýsingum sem sem vakið hafa lukku og íbúum hefur þótt gaman að heyra hvernig breytast á milli …
Kynningarfundur um möguleika á styrkjum vegna þátttöku í evrópskum verkefnum
Kynningarfundur verður haldinn að Hótel Hamri miðvikudaginn 10. desember kl. 13:00 – 17:00 um möguleika á styrkjum vegna þátttöku í evrópskum verkefnum. Hér má nálgast umfjöllun um kynningarfundinn og áætlanir Evrópusambandsins.
Bíll til sölu hjá Slökkviliði Borgarbyggðar
Tilboð óskast í Scanía S 80. Árgerð 1972, ekinn 600.000 km. Skoðaður 2008 án athugasemda. Bílinn er með laskaðri vél en þó gangfær. Hann selst án tanks. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Bjarni Þorsteinsson, áskilur sér rétt á að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frekari upplýsingar gefur Bjarni í síma 437 2222.
Hlutastörf í boði hjá Slökkviliði Borgarbyggðar
Slökkvilið Borgarbyggðar óskar eftir tveimur til þremur slökkviliðsmönnum (konum / körlum) í hlutastörf hjá sér á stöðina í Borgarnesi. Umsækjendur þurfa að hafa búsetu í Borgarnesi, vera orðnir fullra 20 ára og uppfylla eftirfarandi skilyrði (þó ekki alveg heilagt). Að vera með iðnmenntun Hafa aukin ökuréttindi (vörubíll) Ekki vera haldinn innilokunarkennd Ekki vera haldinn lofthræðslu Að sjón og lyktarskin sé …
Söngleikurinn ,,Grenitréð” í flutningi kórs Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar veður með jólasöngleikinn „Grenitréð“ nú í desember. Flytjendur er kór skólans en hann skipa um 20 nemendur á aldrinum 7 – 12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri stýrir bæði söng og leik og Birna Þorsteinsdóttir leikur með á hljóðfæri auk þess að semja eitt lag í söngleiknum. Leikurinn fjallar um grenitré sem langar að verða skreytt inni í stofu …