Breytingar á Oki

Á forsíðu heimasíðu Loftmynda ehf. má sjá samanburð á snjóþekju Oksins í ágúst 1999 og í ágúst 2008. Sjá hér.  

Bifröst – hreinsun jólatrjáa

Borgarbyggð mun standa fyrir hreinsun jólatrjáa á Bifröst þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Óskað er eftir að íbúar í Hraunum og Kotum komi trjám út að gámunum, ruslatunnunum við veginn upp að leikskóla. Íbúar í Sjónarhóli eru beðnir um að koma trjám út að aðalbílastæðinu, þar sem ekið er frá Sjónarhóli inn á aðalbílastæðið, þeim megin sem göngustígurinn er. Íbúar í …

Á málþingi um sögutengda ferðaþjónustu

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu héldu opið málþing á Hótel Hamri við Borgarnes s.l. föstudag. Yfirskrift málþingsins var Söguslóðir í héraði Farið var yfir margar athyglisverðar hugmyndir á fundinum sem var vel sóttur, m.a. af fólki í sögutengdri ferðaþjónustu á Vesturlandi. Á málþinginu fluttu eftirtalin erindi: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun, Þorbjörg …

Breytingar á akstri Strætó um Vesturland

Frá og með mánudeginum 19. janúar verða gerða breytingar á akstri Strætó bs. um Vesturland. Breytingarnar eru gerðar í ljósi reynslunnar frá áramótum og munu þær tryggja að tímaáætlanir standist mun betur en með fyrra fyrirkomulagi, auk þess sem tekið er tillit til helstu ábendinga frá farþegum.   Helstu breytingar verða þessar: Tekin verður í notkun ný strætóleið – leið …

Aðhaldssemi í rekstri

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009 samþykkt við síðari umræðu í sveitarstjórn síðdegis í gær og er þar um að ræða mikið aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Hér má sjá ítarlega greinargerð Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra um áætlunina. Ljósmynd með frétt – séð inn Borgarfjörð/ Guðrún Jónsdóttir

Æfing í að slökkva elda

Síðastliðinn föstudag buðu slökkviliðsmenn íbúum að koma á Slökkvistöðina í Reykholti og njóta leiðsagnar og kennslu í meðhöndlun slökkvitækja. Fræðslan gekk vel og mættu um 25-30 manns. Þar á meðal voru starfsfólk af leikskólanum Hnoðrabóli og nokkrir kennarar úr grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum, og fengu allir að prufa að slökkva eld bæði með slökkvitæki og eldvarnateppi. Fólk virtist fólk nokkuð ánægt …

Hreinsun jólatrjáa

Borgarbyggð mun standa fyrir hreinsun jólatrjáa í Borgarnesi og á Hvanneyri föstudaginn 16. janúar næstkomandi. Íbúar sem enn eiga eftir að losa sig við sín jólatré geta sett þau við lóðarmörk við gangstéttar framan við hús sín og munu þau verða hirt upp þennan dag.   Það er HS-verktak í Borgarnesi sem mun annast verkið.     Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Skólafréttir GBF komnar út 2009

Sjötta tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er nú komið út. Í blaðinu er m.a. sagt frá nýjum starfsmönnum sem eru að hefja störf við skólann og boðað til fundar foreldra nemenda í 7. og 9. bekk miðvikudaginn 14. janúar n.k. til að ræða ferðir nemenda í skólabúðir o.fl. Hér má nálgast Skólafréttir í heild sinni. …

Laust starf við leikskólann Hnoðraból – 2009

Starfsmaður óskast í 90% starf við leikskólann Hnoðraból að Grímsstöðum í Reykholtsdal sem fyrst.   Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Sérstök áhersla er lögð á hreyfingu og skapandi starf.   Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa með …

Böðvar Guðmundsson sjötugur

Böðvar Guðmundsson rithöfundur frá Kirkjubóli er sjötugur í dag. Í tilefni tímamótanna verður efnt til listavöku í Íslensku óperunni næstkomandi sunnudag þar sem ýmsir þekktir listamenn flytja verk skáldsins. Einnig minnist Safnahús Borgarfjarðar Böðvars sérstaklega með umfjöllun um hann og verk hans á heimasíðu sinni: (www.safnahus.is). Eftir Böðvar liggja ljóðabækur, leikrit og skáldsögur og fjöldi þýðinga fyrir börn og fullorðna. …