Gullpenslarnir í Safnahúsi Borgarfjarðar

Litir jarðarinnar Daði Guðbjörnsson Laugardaginn 21. mars næstkomandi verður opnuð sýning nokkurra þekktra listamanna í Safnahúsi Borgarfjarðar en þeir mynda hópinn Gullpenslarnir. Helena Guttormsdóttir sér um sýninguna og útbýr kennsluefni henni tengdri. Sýningin stendur til 17. apríl. Gullpenslarnir er félagsskapur málara sem sýnt hefur bæði hér heima og erlendis. Þau hafa vakið verðskuldaða athygli og jafnvel verið kölluð landslið íslenskra …

Stóra upplestrarkeppnin – lokahátíð

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi miðvikudaginn 18. mars og hefst kl. 14.00. Þetta er landshlutakeppni og þarna keppa lið Vesturlands. Liðin sem keppa eru frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Varmalandsskóla, Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Búðardal og Laugagerðisskóla. Á hátíðinni verða flutt tónlistaratriði og skáld hátíðarinnar kynnt. Allir eru velkomnir í Þinghamar á meðan húsrúm leyfir. …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2009. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2009 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi …

Lína langsokkur komin í Borgarbyggð

Ungmennafélagið Íslendingur frumsýnir leikritið um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit næstkomandi laugardag. Undanfarnar vikur hafa félagar í Íslendingi lagt nótt við dag við æfingar og nú er stóra stundin að renna upp. Alls taka um 20 leikarar á öllum aldri þátt í sýningunni og hópur fólks sér um nauðsynlega baktjaldavinnu. Aðalhlutverk leikur Sigrún Rós Helgadóttir …

Vetrarmót hestamannafélagsins Grana

Annað vetrarmót Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri verður haldið fimmtudaginn 12. mars. Mótið fer fram á Miðfossum í Andakíl. Keppt verður í þremur flokkum: 1. flokki, 2. flokki og flokki 17 ára og yngri. Mótið byrjar kl. 19:00 og þeim sem ætla að taka þátt er befnt á að skrá sig á netfangið: grani@lbhi.is fyrir miðvikudagskvöldið 11. mars. Ekki verður tekið …

Skýrsla Forvarnardagsins komin út

Forvarnardagurinn, sem haldinn er að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag skáta, Reykjavíkurborgar o.fl., var haldinn í þriðja sinn 6. nóvember 2008. Að venju fólst dagskráin í verkefnavinnu í öllum 9. bekkjum landsins með það að markmiði að fá skoðanir unglinganna sjálfra á því hvað hvetur þá til heilsusamlegs lífernis, …

Aðalskipulag Borgarbyggðar

Vakin er athygli á nýrri uppfærslu aðalskipulagsáætlunar Borgarbyggðar 2008-2020 sem nú er komin á netið, hana má nálgast hér. Stefnumörkun og umfjöllun er enn í vinnslu, svo eðlilegt er að hnjóta um eitthvað sem betur má fara. Ábendingar og fyrirspurnir óskast sendar á tölvupósti til Sigurjóns Einarssonar, verkefnastjóra stýrihóps um aðalskipulag, netfang: se@borgarbyggd.is eða á Landlínur ehf, netfang: landlinur@landlinur.is   …

Frumkvöðull á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2008 á Vesturlandi og skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í sérhverju samfélagi, ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu …

Nýr starfsmaður hjá Borgarbyggð

Halldór Gunnarson félagsráðgjafi hefur verið ráðinn til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar. Halldór hefur þegar hafið störf. Halldór var lengi formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar og hefur komið víða við hvað varðar málefni fatlaðra. Halldór er Borgfirðingur að ætt og uppruna og var kúasmali fleiri sumur á Ásbjarnarstöðum. Hann er eins og fyrr segir menntaður félagsráðgjafi og mun starfa við alla almenna félagsþjónustu …