Árgangamót Knattspyrnudeildar Skallagríms

Fyrsta árgangamót Knattspyrnudeildar Skallagríms verður haldið laugardaginn 18. apríl 2009 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Mótið er fyrir árganga 1989 og eldri. Allir þeir sem hafa æft, spilað eða haldið með Skallagrími eru gjaldgengir. Í elstu aldurshópum (Lávarðadeild) er heimilt að senda lið óháð árgöngum. Er það tilvalið tækifæri fyrir stuðningsmenn, fyrirtæki, foreldra iðkenda og aðra velunnara Skallagríms til þess að …

Hvalfjarðarsveit um páskana

  Nágrannar okkar í Hvalfjarðarsveit hafa sent frá sér tilkynningu um viðburði í Hvalfirðinum um páskana. Þar má finna sér eitt og annað til dægrastyttingar s.s. tónleika, kyrrðarstund í Hallgrímskirkju, kræklingatínslu og fleira. Nánar hér.  

Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar

Framkvæmdasvið Borgarbyggðar auglýsir nú útboð á rekstri tjaldsvæða og sundlaugar. Óskað er eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðanna í Borgarnesi og á Varmalandi og rekstur sundlaugarinnar á Varmalandi. Möguleiki er að sami aðili geti boðið í einn eða fleiri útboðsþætti. Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2009. Nánari upplýsingar má …

Eivör í Borgarnesi á miðvikudaginn

Eins og fram hefur komið í fréttum kemur Eivör Pálsdóttir fram á tónleikum í Borgarnesi næstkomandi miðvikudag. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og eru í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eivör kemur þar fram ásamt hljómsveit og flytur bæði eldri lög og ný. Vegna vinabæjatengsla Borgarbyggðar og Eysturkommúnu í Færeyjum er frítt inn á tónleikana; enn eitt vinabragðið sem Færeyingar sýna Íslendingum. Meðfylgjandi …

Af fráveituframkvæmdum í Borgarnesi

Eins og íbúar og vegfarendur hafa orðið varir við hefur undanfarna mánuði staðið yfir vinna við fráveitulagnir í Borgarnesi. Verktaki í verkinu er Ístak en verkkaupi er Orkuveita Reykjavíkur. Vegna óhagstæðs tíðarfars hefur verkið gengið hægar undanfarna mánuði en áætlanir gerðu ráð fyrir sem m.a. hefur leitt til tafa við að sjóða saman plastpípur og vinnu við jarðvegsfyllingar. Sjá meira. …

Útboð á rekstri tjaldstæða og sundlaugar

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í eftirfarandi: Rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi sumarið 2009. Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari upplýsingar veitir Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs. Rekstur tjaldsvæðisins að Varmalandi sumarið 2009. Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari …

Vinnuskóli Borgarbyggðar

Laus eru til umsóknar eftirfarandi störf: Flokksstjórastörf Um er að ræða leiðbeinendastörf þar sem vinnuflokkum unglinga er stýrt og þeim kennd rétt vinnubrögð í fjölbreyttum og krefjandi störfum. Starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða sveitarfélagið. Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 16:30. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Laun …

Samstöðuball starfsmanna Borgarbyggðar

Samstöðuballs starfsmanna Borgarbyggðar verður haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar síðasta vetrardag, þann 22. apríl 2009. Sjá hér auglýsingu um ballið. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á harpa@borgarbyggd.is  

Nýtt altari í Reykholtskirkju

  Í Reykholtskirkju hefur verið komið fyrir nýju altari í hliðarstúku kirkjunnar. Stefán Ólafsson smíðaði altarið. Hin gamla altarismynd Reykholtskirkju frá því á 16. öld prýðir stúkuna. Þá hefur listiðnaðarkonan Margrét Gunnlaugsdóttir ofið forkunarfagran altarisdúk. Undanfarin ár hafa skilað miklum árangri í uppbyggingu Reykholtsstaðar. Reykholtskirkja- Snorrastofa stendur fyrir fjölskrúðugri starfsemi, meðal annars sagnfræðilegum rannsóknum og útgáfu niðurstaðna af þeim. Þá …

Vinnuskólinn – sumarstörf unglinga

Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir nú eftir fólki til stafa í sumar. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða svo og að læra grunnatriði við almenna vinnu, stundvísi, vinna með öðrum, meðferð og frágang áhalda og tækja ásamt öðru sem máli skiptir og nýtast mun seinna meir þegar út á …