Englaraddir í Paradísarlaut

Það var harla óvenjulegt um að litast í Paradísarlaut í Norðurárdal í dag þegar krakkar úr Skólakór Kársness stóðu þar í hrauninu og sungu íslensk lög fyrir þakkláta áheyrendur. Veðrið lék við mannskapinn og fyrir kom að fuglaraddir úr náttúrunni tækju undir með kórnum. Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson lék undir á rafmagnspíanó. Tónleikarnir eru hluti …

“Þá er það frá…” Hannyrðasýning í Safnahúsi

Hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur, “Þá er það frá…”, opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar föstudaginn 12. júní kl. 16. Sýningin stendur til 31. júlí. og er opin alla virka daga frá 13.00 – 18.o0. Á sýningunni má sjá afrakstur Danmerkuráranna þaðan sem Katrín er hannyrðamenntuð, vetursins í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, saumaskap síðkvöldanna, ásamt prjónalínu Katý design. Sýninguna hefur Katrín ákveðið að tileinka ömmu …

“ÞJÓÐSTJÓRN” í Borgarbyggð

                                      Miklar breytingar til hins verra hafa orðið á rekstrarumhverfi sveitarfélaga undanfarið ár. Það á ekki síst við hjá skuldugum sveitarfélögum, sem staðið hafa í mikilli uppbyggingu síðustu ár eins og Borgarbyggð. Því er nauðsynlegt að hagræða í rekstri á öllum sviðum …

Sumarvinna unglinga og ungmenna farin af stað

Atvinnuátak framhaldsskólanema sem hófst í síðustu viku fer vel af stað og mikið fjör við úthringingar á skoðanakönnunum sem unnar eru fyrir Viðskiptaháskólann á Bifröst í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi. Vinnuskóli Borgarbyggðar var settur í gær í Félagsmiðstöðinni Óðali. Nemendur skólans eru óvenjumargir í ár og setja nú þegar svip sinn á bæjarlífið í Borgarnesi með hreinsun og fegrun umhverfisins. …

Rauðhetta í Skallagrímsgarði

Næstkomandi fimmtudag 11. júní sýnir leikhópurinn Lotta leikritið Rauðhettu í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og hefst sýningin klukkan 18:00. Sýnt er utandyra og er því um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér ef kalt er. Verkið skrifaði Snæbjörn Ragnarsson og er það byggt á klassísku ævintýrunum um Rauðhettu …

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008 – 2020

  Tillaga að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008-2020 er nú á lokastigi og eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillöguna og koma með ábendingar og athugasemdir ef þurfa þykir. Tillöguna má skoða á heimasíðu Landlína www.landlinur.is Ábendingar berist til: landlinur@landlinur.is eða jokull@borgarbyggd.is en einnig má senda þær til Ráhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.   Aðalskipulagstillagan var unnin …

Útskrift, tónleikar, leiksýning og Útifjör

Menntaskóli Borgarfjarðar útskrifar sína fyrstu stúdenta í dag. Athöfnin verður kl. 14.00 og eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir. Um margt gott er síðan að velja um helgina ef fólk vill njóta menningar eða útiveru. Kvöldið í kvöld er gott dæmi um fjölbreytileikann því þá hefst hátíðin Útifjör sem björgunarsveitirnar í Borgarfirði; Brák, Heiðar og Ok, standa fyrir um helgina. …

Sumaropnun sundlauga í Borgarbyggð

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi Virka daga frá kl. 06.30 – 21.00 Um helgar frá kl. 09.00 – 18.00 Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum Sumaropnun frá 2. júní – 17. ágúst Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.00 – 21.00 Miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13.00 – 18.00 Um helgar frá kl. 13.00 – 18.00 Íþróttamiðstöðin Varmalandi Sumaropnun frá 12. júní – 17. ágúst Þriðjudags og …

Sumardvöl fyrir heldri borgara í júní – fræðsla, skemmtun útivist

Háskólinn á Bifröst býður aldurshópnum 60+ upp á 5 daga dvöl á Bifröst dagana 8.-12. júní þar sem áhersla verður lögð á fræðslu, skemmtun og útivist í einstöku umhverfi skólans í Borgarfirði. Markmiðið er að þátttakendur njóti fjölbreyttrar dagskrár með fræðsluerindum og ráðgjöf um ýmis brýn málefni líðandi stundar. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra setur dagskrána. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, …

Börn í 100 ár – sumaropnun

Sýningin Börn í 100 ár í Safnahúsi hefur nú verið opnuð fyrir sumarið og verður opið alla daga frá 13.00 -18.00 fram að 1. september. Þetta á jafnt við um virka daga og helgar- og hátíðisdaga og því verður einnig opið á 17. júní svo dæmi sé tekið. Sýningin hefur hlotið einróma lof þeirra sem hana hafa sótt, ekki síst …