Atvinna – leikskólakennari og matráður

Í leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. ágúst 2009. Um er að ræða 100% stöðu og 50% hlutastarf, ef ekki fást leiksólakennarar verða ráðnir leiðbeinendur. Einnig er laus 50% staða matráðs við skólann frá og með 1. ágúst 2009 Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 14-17 börn …

Tónleikar í Reykholtskirkju

Laugardaginn 4. júlí verða haldnir orgeltónleikar í Reykholtskirkju klukkan 16.00. Þá mun Eyþór Franzson Wechner leika verk eftir J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Páll Ísólfsson César Franck og Max Reger. Tónleikarnir eru liður í orgeltónleikaröð á vegum Reykholtskirkju og Félags íslenskra organleikara. Verið er að skipuleggja fleiri tónleika fram á haust. Aðgangseyrir rennur í Orgelsjóð Reykholtskirkju og er miðaverð 1.500 kr. …

Sýning Katrínar vekur athygli

Um 300 manns hafa lagt leið sína í Safnahús Borgarfjarðar á síðustu tveimur vikum til að skoða sýningu Katrínar Jóhannesdóttur sem þar sýnir handverk og hönnun. Katrín er ungur Borgnesingur sem numið hefur í Danmörku og sýnir nú afrakstur námsáranna bæði í handavinnu og hönnun, en hún hannar undir vörmerkinu Katý Design. Uppstilling Katrínar á vönduðu handverki sínu þykir einstaklega …

Laus pláss í Kofabyggð Skallagrímsvelli

Vakin er athygli á því að ennþá eru laus pláss á smíðavellinum sem starfræktur er í Tómstundaskólanum á Skallagrímsvelli fyrir börn 6-13 ára. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður smíðavallarins Anna Dóra í síma: 692-2997 ij  

Pálsstefna vel sótt

Um 60 manns sóttu Pálsstefnu í Borgarnesi á laugardaginn, en þar var verið að minnast bókavinarins Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð sem lést árið 1985. Páll var fæddur 20. júní 1909 og var málþingið því haldið á 100 ára afmæli hans, en hann gaf merkt bókasafn sitt í Borgarnes á sínum tíma. Það voru helstu hugðarefni Páls sem tekin …

Nýtt gallerí í héraði – Fjósaklettur

Næstkomandi laugardag, þann 27. júní kl. 14.00 verður opnuð málverkasýning í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Skorradal. Sýnd verða verk eftir Gunnlaug Stefán Gíslason og mun sýningin standa yfir til 19. júlí og verður opin daglega frá kl. 14 til mjalta. Gunnlaugur Stefán Gíslason er fæddur í Hafnarfirði 1944. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan prentmyndaljósmyndun …

Nytjamarkaður hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms

Nytjamarkaður verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 27. júní nætkomandi. Körfuknattleiksdeild Skallagríms verður með nytjamarkað á Brákarhátíð. Þar verða í boði m.a gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, vínilplötur, húsgögn og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft.Allur ágóði verður notaður til styrktar starfi deildarinnar. Minnum á að þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því að gefa “dót” á markaðinn að …

Hátíðahöld á 17. júní

Hátíðahöld sveitarfélagsins í tilefni þjóðhátíðar verða að mestu leyti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og er þar vegleg dagskrá frá kl. 14.00. fyrr um daginn er sundlaugin opin frá 9-12. Frjálsíþróttadeild Skallagríms stendur fyrir hátíðarhlaupi á Skallagrímsvelli kl. 10.00 og Einar Áskell gleður yngri börnin í rómaðri túlkun Bernds Ogrodnik í íþróttamiðstöðinni kl. 11.00. Að lokinni skátamessu í Borgarneskirkju kl. 13.00 …

Kofabyggð fyrir börn 22. júní – 17. júlí

Kofabyggð verður starfrækt á íþróttavallarsvæðinu Borgarnesi í samvinnu við Tómstundaskólann 22. júní – 17. júlí í sumar. Sótt var um styrk í Velferðarsjóð barna og fékkst styrkur í verkefnið. Því er um niðurgreitt námskeið að ræða fyrir börn á aldrinum 6 – 13 ára og geta þau mætt fyrir hádegi frá 10 – 12 eða eftir hádegi frá 13 – …

Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Kennsla: Danska á unglingastigi, 40% starf Náttúrufræði á unglingastigi, 50% starf Leiklist, 50% starf. Tónmennt, 50% starf. Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 100% tímabundið starf. Umsjónarkennsla á miðstigi, 100% tímabundið starf. Helstu verkefni og ábyrgð: Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og skólaráð. Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðla …