Kettlingur í óskilum

Ómerktur kettlingur var handsamaður í Skallagrímsgarði í gær. Hann er bröndóttur með hvítar loppur og hvítur á bringu. Hann er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar. Frekari upplýsingar má fá í síma 433-7100 (Björg) eða 868-1926 (Sigurður).   Nokkuð hefur verið um það undanfarið að dýr eru í óskilum í vörslu eftirlitsmanna sveitarfélagsins og því hefur verið ákveðið að útbúa sérstaka síðu …

TREX tekur við af Strætó

Vegagerðin hefur nú leyst Borgarbyggð undan sérleyfi sem sveitarfélagið hafði vegna aksturs á sérleiðinni Borgarnes – Reykjavík. Akstri á leið 58 hjá Strætó, sem hefur farið í Borgarnes frá því um síðustu áramót, hefur verið hætt. Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarfélaginu að samningar hafa tekist við TREX, sem sér um sérleyfisakstur á Norðvesturlandi, um að taka við einkaleyfi á sérleiðinni. Ferðir …

Íbúafundur um málefni Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggaðar boðar til íbúafundar í Mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi fimmtudaginn 27. ágúst næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar og þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur gripið til, auk þess sem Vífill Karlsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum efnahagslægðarinnar á atvinnulíf í sveitarfélögum á Vesturlandi. Að loknum framsöguerindinum …

Sumarlestur – uppskeruhátíð í Safnahúsi

Í sumar hafa duglegir krakkar á aldrinum 6-12 ára tekið þátt í sumarlestri á bókasafninu en þetta er í annað sinn sem Safnahúsið stendur fyrir verkefninu. Í ár tóku 30 börn þátt og lásu þau ríflega 150 bækur. Verkefninu lauk formlega í gær þegar haldin var sérstök uppskeruhátíð í Safnahúsinu sem heppnaðist með miklum ágætum.   Þar mættu þátttakendur í …

Laust starf í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi

Almennur starfsmaður óskast í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi ( karl ) Um er að ræða tímabundna ráðningu næstu 8 mánuði. Þarf að geta hafið störf strax eða 1. sept. n.k. Umsóknarfrestur er til fimmtudags 27. ágúst n.k. Nánar: Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi …

Brautargengi í Borgarnesi – námskeið fyrir konur

Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í þrettánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2009 er áætlað að halda námskeiðið á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Borgarnesi og Akureyri. Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi. Brautargengi er 75 kennslustunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meðal markmiða námskeiðsins eru að nemendur öðlist …

Fulltrúar þriggja tíma – brýr í Norðurárdal

Mikilvægi góðra samgangna verður seint ofmetið. Á meðfylgjandi mynd má sjá þrjú mannvirki er auðveldað hafa mönnum ferðir á milli Norður- og Suðurlands allt frá upphafi síðustu aldar. Hér er um að ræða brýr sem byggðar hafa verið yfir Búrfellsá neðri (stundum nefnd Heimari Búrfellsá) norðan við Fornahvamm, efst í Norðurárdal. Fremst má sjá steinsteypta brú á hlöðnum stöplum og …

Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Fimmtudaginn 20. ágúst næstkomandi verður tekið við nýjum umsóknum í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir veturinn 2009 – 2010, að Borgarbraut 23 frá kl. 14.00 – 18.00. Einnig er hægt að hringja í síma 437 2330 eða senda tölvupóst á netfangið tskb@simnet.is Skólinn getur tekið við nokkrum nemendum á flest hljóðfæri. Eldri nemendur sem ekki hafa gengið frá staðfestingargjöldum þurfa að hafa …

Grunnskóli Borgarfjarðar – laust starf á Hvanneyri

Laust er til umsóknar 60% starf við mötuneyti Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Ólafsdóttir skólastjóri í síma 435 1171 eða 863 4629. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið asgerdur@gbf.is Auglýsingu má nálgast hér  

Laus störf við Grunnskólann í Borgarnesi

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru tvær hlutastöður lausar til umsóknar. 1. Gangavörður (þrif og frímínútnagæsla) í 65-70% starf, vinnutími frá kl. 8.00 – 14.30 Upplýsingar gefur skólastjóri í s. 437-1229 eða 898-4569 2. Starfsmaður í Tómstundaskóla (m.a. þrif og umsjón með eldhúsi), vinnutími frá kl. 11.00 – 16.00 Upplýsingar gefur forstöðumaður í s. 437-2035 eða 866-9558. Laun skv. kjarasamningi launanefndar …