Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar

Frá afhendingu umhverfisviðurkenninga mynd Þórhallur TeitssonUmhverfisverðlaun Borgarbyggðar voru afhent á landbúnaðarsýningunni í Borgarnesi síðastliðna helgi. Viðurkenningu fyrir myndarlegasta býlið fengu ábúendur á Brúarlandi á Mýrum. Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði fengu eigendur Garðyrkjustöðvarinnar Laugalands í Stafholtstungum og eigendur Kjartansgötu 6 í Borgarnesi fyrir snyrtilegasta garð við Ábúendur á Brúarlandi mynd_ Skessuhorn íbúðarhús. Þá veitti Umhverfis- og landbúnaðarnefnd viðurkenningu sem …

Fjárréttir í Borgarbyggð í haust

Frá ÞverárréttBrekkurétt í Norðurárdal, sunnudag 13. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, laugardag 12. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudag 15. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudag 14. sept. Kaldárbakkarétt í Kolbeinstaðahreppi, sunnudag 6. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardag 5. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudag 15. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudag 16. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg, sunnudag 20. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði,mánudag 14. sept. …

Landupplýsingakerfi Borgarbyggðar

Sífellt fleiri sveitarfélög hafa tekið landupplýsingakerfi í sína notkun á undanförnum árum og skoðaði framkvæmdasvið á sínum tíma kosti þess að kaupa slíkt kerfi fyrir sveitarfélagið. Í kjölfarið var ákveðið að kaupa kerfið InfraPath frá Verk- og kerfisfræðistofunni Snertli í Kópavogi og var samningur um uppbyggingu og þróun landupplýsingakerfis fyrir Borgarbyggð undirritaður þann 15. apríl 2008. Kerfið InfraPath er líklega …

Ráðstefna í Snorrastofu, Reykholti

Föstudaginn 4. september nk. verður haldin ráðstefna í Hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti undir yfirskriftinni: ÞING-THING sites – A shared hidden heritage. Átta fræðimenn munu fjalla um þingstaði og þinghald til forna út frá mismunandi sjónarhornum. Rætt verður um lög og lagasetningu á þjóðveldistímanum, þingstaði í bókmenntum og örnefni tengd þeim. Einnig verða erindi um fornleifafræði þingstaða og hvernig kynna megi …

Viðbragðsáætlanir vegna inflúensufaraldurs

Viðbragðsáætlanir Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi eru nú komnar á heimasíður skólanna. Þær verða einnig aðgengilegar hér á síðunni undir Starfsemi/Fræðslumál/kynningarsíða viðkomandi skóla.  

Kínversk kveðja í Safnahúsi

Úr gestabókinniSýningin Börn í 100 ár sem sett var upp í Safnahúsi Borgarfjarðar í fyrra hefur vakið sterk viðbrögð þeirra sem hana sjá. Þetta á ekki bara við um Íslendinga heldur virðist sýningin höfða sterkt til erlendra gesta. Fyrir stuttu kom þar kínverskur ferðamaður sem ritaði góðar óskir í gestabók sýningarinnar. Um þetta birtist frétt í Morgunblaðinu s.l. laugardag, enda …

Trjábolum stolið úr Einkunnum

Nokkrum voldugum, tæplega meters löngum aspartrjábolum var stolið úr Einkunnum síðastliðna helgi (29.-30. ágúst). Bolina átti að nota til að smíða bekki og borð í fræðslurjóðrið í Einkunnum. Þeir sem kynnu að hafa séð hverjir tóku þessa boli eru vinsamlegast beðnir að láta vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-7100. Sá fingralangi er einnig hvattur til að skila bolunum aftur …

Skipulagsdagur í Klettaborg

Föstudaginn 21. ágúst var skipulagsdagur í leikskólanum Klettaborg. Þá undirbjó starfsfólkið leikskólastarfið og að auki var Haukur Valsson varaslökkviliðsstjóri með fyrirlestur um rýmingu og eðli elds. Að því loknu voru verklegar æfingar þar sem hver og einn starfsmaður slökkti eld með slökkvitæki og eldvarnarteppi.    

Íbúafundur í kvöld

Sveitarstjórn Borgarbyggaðar boðar til íbúafundar í Mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi fimmtudaginn 27. ágúst n.k. Fundurinn hefst kl.20.00. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar og þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur gripið til, auk þess sem Vífill Karlsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum efnahagslægðarinnar á atvinnulíf í sveitarfélögum á Vesturlandi. Að loknum framsöguerindinum Vífils …

Ljósmyndavefur og tvær sýningar

Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17.00 verða alls þrír viðburðir í Safnahúsi. Opnaður verður ljósmyndavefur og ljósmyndasýningin „Rammar“ í Hallsteinssal auk sýningar (í anddyri) á teikningum 11 ára drengs, Matthíasar Margrétarsonar. Sýningarnar munu standa til 6. nóvember og opið verður alla virka daga frá 13-18. Allir velkomnir. sjá auglýsingu hér Ljósmyndavefur Á héraðsskjalasafni Borgarfjarðar[1] er mikið magn ljósmynda. Alls eru um …