Óskilahestur

Hestur er í óskilum í girðingu sunnan Háfslækjar. Hesturinn er dökkjarpur og á að giska fjögra vetra. Nánari upplýsingar veitir Björg Gunnarsdóttir umhverfisfulltrúi í síma 433 7100.  

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 6 október

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi þriðjudaginn 6. október. Bíllinn verður staðsettur við Hyrnuna frá kl. 10.00 – 17.00 og fólk er hvatt til að koma og gefa blóð. Sjá auglýsingu hér Blóðgjöf er lífgjöf!  

Blaðamenn í Grunnskóla Borgarfjarðar

Nemendur í fimmta bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eru komnir í samstarf við Skessuhorn um útgáfu á bekkjarblaðinu sínu. Eitt af verkefnum þeirra í íslensku í vetur er að gera fréttablað. Nemendur hafa þegar hafist handa við gerð blaðsins og mun Magnús Magnús ritstjóri á Skessuhorni vera þeim sérlegur ráðgjafi. Efni blaðsins mun einnig birtast á síðum Skessuhorns þegar líður …

Íþróttaskóli fyrir 2-6 ára

Foreldrar athugið. Á morgun laugardaginn 3. október hefst íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 2-6 ára í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Námskeiðið stendur næstu sex laugardagsmorgna frá kl. 10.00 – 11.00 og er ætlast til að foreldra mæti með barninu og taki virkan þátt í samverunni og æfingum sem þarna fara fram. Verð á námskeiðið er 3.600 kr og greiðist í fyrsta tíma. …

Frá kálfskinni til tölvu

Dagana 2.-3. október næstkomandi verður haldin, í Snorrastofu í Reykholti, norræn ráðstefna um tungumál lítilla málsvæða, málstefnur, norræn tjáskipti, þýðingar og táknmál. Fyrirlesarar koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og Noregi auk Íslands. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á Norðurlandamálum. Skráning og frekari upplýsingar á www.sprog.is  

Vígsluathöfn í Einkunnum

Atvinnuátakshópur sem verið hefur við vinnu í Einkunnum í sumar hefur nú lokið við gerð fræðslurjóðurs undir Litlu-Einkunn og lagningu stíga víða um fólkvanginn. Af því tilefni er boðað til vígsluathafnar sem haldin verður laugardaginn 3. október næstkomandi og hefst kl. 14.00. Safnast verður saman við fræðslurjóðrið undir Litlu-Einkunn og þaðan farið í göngu með laiðsögn um svæðið. Að göngu …

Ungmennahúsið Mímir í nýtt húsnæði

Á þriðjudagskvöldið var ný aðstaða ungmennahúss opnuð í kjallara menntaskólans að viðstöddu fjölmenni. Húsið verður opið tvö til þrjú kvöld í viku í vetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára í Borgarbyggð eins og verið hefur í gamla húsnæðinu Kveldúlfsgötu en nýja aðstaðan er öll miklu rýmri og betri auk þess sem hægt er að nota hana á daginn á …

Frá Safnahúsi í Menntaskólann við Hamrahlíð

Blóðtökusett Páls Blöndal_SESíðastliðinn föstudag brá Sigrún Elíasadóttir munavörður Safnahúss Borgarfjarðar undir sig betri fætinum og heimsótti Menntaskólann í Hamrahlíð. Þangað hafði hún með sér ýmis lækningatól frá Páli Blöndal sýslulækni í Mýra og Borgarfjarðarsýslum á 19.öld. Nemendur fengu að líta ýmis tól og tæki sem tengjast námsefni þeirra í vinsælu valnámskeiði í sögu sem nefnist Saga læknisfræðinnar. Tildrög þessarar heimsóknar …

Samkomulag um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samgönguráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað í yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Efling og sameining sveitarfélaga hefur lengi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að sveitarfélög verði efld með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Flutningur málefna fatlaðra og aldraðra hefur verið tímasettur árin …

Magnús og Pálmi á Bifröst

Í dag, miðvikudaginn 30. september, verða hinir landskunnu tónlistarmenn Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson gestir á háskólatónleikum á Birföst. Þeir munu flytja gömlu Mannakornssmellina og lög af nýrri plötu. Tónleikarnir verða á Kaffi Bifröst og hefjast kl. 17.00