Blaðamenn í Grunnskóla Borgarfjarðar

október 5, 2009
Nemendur í fimmta bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eru komnir í samstarf við Skessuhorn um útgáfu á bekkjarblaðinu sínu. Eitt af verkefnum þeirra í íslensku í vetur er að gera fréttablað. Nemendur hafa þegar hafist handa við gerð blaðsins og mun Magnús Magnús ritstjóri á Skessuhorni vera þeim sérlegur ráðgjafi. Efni blaðsins mun einnig birtast á síðum Skessuhorns þegar líður á haustið. Mikil áhugi er meðal krakkanna á þessu verkefni og eru þau í óðaönn að undirbúa greinar, myndasögur, viðtöl og fleira.
 
 

Share: