Eldvarnaræfing á Dvalarheimilinu í Borgarnesi

Það var stór hópur fólks sem tók þátt í eldvarnaræfingu á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi miðvikudaginn 7. október. Rúmlega 100 manns tóku þátt í æfingunni og þá er heimilisfólk ekki meðtalið en óhjákvæmilega urðu íbúarnir varir við það “brölt” sem æfingunni fylgdi á göngum heimilisins. Starfsfólk heimilisins og einstaklingar sem fengnir voru að “láni” úr Menntaskóla Borgarfjarðar “léku” heimilismenn og …

Sprotasjóður auglýsir eftir umsóknum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Sprotasjóði samkvæmt nýjum menntalögum en hann er sameiginlegur sjóður leik- grunn- og framhaldsskóla og tekur við af þróunarsjóðum þessara skólastiga.   Athygli er vakin á auglýsingu …

Skyndihjálp í efnahagsumræðunni

Vífill Karlsson lektor leiðbeinir á þörfu en óvenjulegu námskeiði næstkomandi þriðjudag. Það er haldið á vegum Símenntunarmiðsvöðvar Vesturlands og þar verða tekin fyrir helstu hugtökin í efnahagsumræðunni og þau skýrð og gerð aðgengileg. Farið verður yfir hugtök eins og hagvöxt, gengi og ávöxtun, verga landsframleiðslu, verðbólgu og viðskiptajöfnuð. Hlutverk banka og seðlabanka verða einnig rædd. Námskeiðið verður haldið að Bjarnarbraut …

Frítt á tónleika Dean Ferrell í Landnámssetri

Dean FerrellÍ kvöld, fimmtudaginn 8. október verða tónleikar Dean Ferrell í Landnámssetri Ísalands. Frítt er inn á tónleikana. Dean Ferrell flytur efnisskrá “the dog show” í tali og tónum, tileinkaða tveimur bestu vinum sínum, kontrabassanum og hundinum. Dean Ferrell stundaði kontrabassanám við The Juilliard School of Music. Hann hefur leikið með Hong Kong Philharmonic, San Diego Symphony, San Jose Symphony, …

LEGOnámskeið vinsælt

Tómstundaskólinn í Borgarnesi heldur þessa viku og næstu námskeið í tækni – LEGO. Námskeiðið er ætlað börnum í 1.-8. bekk og er haldið í grunnskólanum. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Fullbókað er í fjóra hópa en alls hafa 65 krakkar skráð þátttöku. Leiðbeinandi er Jóhann Breiðfjörð en hann starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður …

Forntraktorar – meira en járn og stál

Næstkomandi laugardag 10. október verður námskeið um forntraktora og varðveislu þeirra haldið í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Námskeiðið sem er samstarfsverkefni Landbúnaðarsafn Íslands, Jörva ehf. og Landbúnaðarháskólans er nú haldið í fjórða sinn. Það er opið öllum áhugamönnum um forntraktora á Íslandi og hentar vel þeim sem hafa áhuga á varðveislu traktora en einnig þeim sem vinna við varðveislu forntraktora. …

Ungir bændur stofna samtök

Þann 23. október næstkomandi verða Samtök ungra bænda hér á landi formlega stofnuð í Dalabúð í Búðardal. Markmiðið er að efla tengslanet ungra bænda á Íslandi, auka nýliðun í landbúnaði og styrkja þá ungu bændur sem fyrir eru. Á www.bbl.is segir Helgi H. Hauksson, bóndi að Straumi í Hróarstungu, sem er í undirbúningshópi fyrir stofnun samtakanna að þau verði sameiginleg …

Allir út að hreyfa sig!

Í Borgarbyggð er margt í boði fyrir þá sem vilja stunda líkamsrækt og huga að heilsunni. Mikið líf er í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og sundlaug og tækjasalur eru á Kleppjárnsreykjum. Íþróttafélög standa fyrir ýmsum æfingum og námskeiðum vítt og breytt. Hér má sjá auglýsingar um nýja valmöguleika í líkamsrækt í Borgarnesi.   Þolfimi Brennó Sameiginlegar Þrekæfingar Skallagríms  

Nýtt fræðslurjóður í Einkunnum

Nýtt fræðslurjóður og endurbættir stígar í fólkvanginum Einkunnum við Borgarnes, voru formlega tekin í notkun síðasliðinn laugardag 3. október. Safnast var saman í fræðslurjóðrinu sem er við Litlu – Einkunnir og þaðan haldið í göngu um ný lagða stíga undir leiðsögn nefndarmanna í umsjónarnefnd fólkvangsins. Þegar göngufólk kom aftur í fræðslurjóðrið var drukkið ketilkaffi og pylsur grillaðar yfir eldstæði rjóðursins. …

Dvalarheimilið í samstarf við Ugluklett

Íbúar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi hafa komist að samkomulagi við börn og starfsfólk á leikskólanum Uglukletti um gagnkvæmar heimsóknir. Heimilisfólk á DAB mun heimsækja leikskólann öðru hvoru í vetur og segja börnunum sögur og miðla fróðleik frá gamalli tíð. Á móti munu börnin af Uglukletti kíkja í heimsókn á dvalarheimilið og fá að kynnast því hvað þar er verið að …