Hreinsistöðvar í Borgarbyggð

Frá heilbrigðiseftirliti Vesturlands Þessa dagana er verið að taka í notkun hreinsistöðvar fyrir fráveitu á Bifröst, Varmalandi, Reykholti og Hvanneyri. Orkuveitan byggði þessar stöðvar og mun sjá um rekstur þeirra. Vegna þessara framkvæmda munu fráveitumál á þessum stöðum verða með þeim bestu sem þekkjast hérlendis. Rekstur hreinsistöðva er viðkvæmur sérstaklega þegar hreinsa þarf mikla fitu. Fitan getur truflað hreinsibúnaðinn og …

Jólamarkaður í Upplýsingamiðstöðinni

Jólamarkaður verður haldinn í dag, þriðjudaginn 15. desember, í Upplýsingamiðstöð Vesturlands frá kl. 15.00 til 20.00. Þar verður til sölu fjölbreytt listhandverk frá Vesturlandi. Einnig mun listafólk mæta með listmuni og kynna vöru sína. Þar á meðal verða Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður, Sigrún Skarphéðinsdóttir vefari og María Kristín Óskarsdóttir keramiker. Leirpottar Sigríðar Erlu úr dalaleir, sem hafa notið mikilla vinsælda, verða …

Opið hús í Tómstundaskólanum

Nemendur skólans síðastliðinn veturOpið hús verður í Tómstundaskólanum í dag, miðvikudaginn 16. desember milli kl. 14.00 og 16.00. Boðið verður upp á kakó og piparkökur sem börnin hafa bakað og skreytt. Til sýnis verða þau verkefni sem börnin hafa unnið að í vetur og munu börnin taka verk sín með sér heim í lok dags.    

Tapað naumlega í Útsvari

Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari kepptu á laugardaginn var og endaði þátturinn á naumlegu tapi liðsins fyrir Álftnesingum eftir spennandi lokahnykk þar sem um tíma horfði í bráðabana. Í liðinu voru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson og hafa þau staðið sig frækilega í keppninni, en í fyrstu umferð náðu þau þeim góða árangri að fá …

Síðasti dagur jólaútvarps

Í dag föstudag er síðasti dagur útsendingar í jólaútvarpinu í Óðali sem verið hefur í loftinu alla þessa viku. Nú í hádeginu verður sagt frá brunanum sem varð í gærkvöldi á Egilsgötunni, hádegisviðtalið og fleira fréttnæmt.Kl. 13.00 verður svo pallborðið á sínum stað þar sem bæjarmálin verða rædd með góðum gestum í beinni útsendingu. Benda má á að allir geta …

Loftlagsvaka í Borgarnesi

UMÍS ehf. Environice stendur fyrir loftslagsvöku í Borgarnesi laugardaginn 12. desember nk. kl. 17.00. Vakan er hluti af alþjóðlegu átaki til að minna leiðtoga þjóða heims á mikilvægi þess að þeir nái metnaðarfullu og réttlátu samkomulagi á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn, um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Loftlagsvakan verður haldin við inngang Skallagrímsgarðs og reiknað er með að …

Okkar lið í Útsvari á laugardag

Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari keppa fyrir sitt heimahérað á laugardaginn kemur. Í liðinu eru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson. Þau keppa við Álftanes í þessum 1. þætti 2. umferðar og hefst viðureignin kl. 20:10. Í fyrstu umferð náði liðið þeim góða árangri að fá 101 stig (kepptu gegn Akureyri sem sigraði naumlega með tveggja …

Hittumst í hádeginu, fimmtudag!

Frá átakshópi um atvinnumál í Borgarbyggð Opinn fundur með Fjárfestingastofu fimmtudaginn 10. desember kl. 12:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar Þórður Hilmarsson framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu mun segja frá möguleikum í “fjárfestingum” erlendra aðila, hvað þurfi til og hvað Fjárfestingastofaer að skoða um þessar mundir. Er það eitthvað sem er áhugavert fyrir Borgarfjörð og íbúa Borgarbyggðar? Hægt verður að kaupa súpu og brauð á …

Akstursstyrkir vegna íþróttæfinga 2009

Til foreldra barna í dreifbýli Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum ungmennafélaga í Borgarbyggð afgreiddir. Umsóknum skal skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim gögnum sem óskað er eftir að fylgi. Sjá auglýsingu hér.  

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir fjallhús

Guðmundur og PállÁ dögunum var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Veiðifélags Arnarvatnsheiðar um leigu á fjallhúsum á Arnarvatnsheiði. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir skála og hesthús í Álftakrók og við Úlfsvatn. Samningurinn er gerður til tíu ára og leiga greiðist að hluta með endurbótum á húsunum og að hluta með peningum. Með þessu færist eftirlit, viðhald og útleiga til Veiðifélagsins en leitarmenn …