Jólaball í sal Menntaskóla Borgarfjarðar

Foreldrafélög leikskólanna Uglukletts og Klettaborgar, í samstarfi við Lionsklúbb Borgarness, Lionsklúbbinn Öglu og Menntaskóla Borgarfjarðar, halda jólaball þann 27. desember í Menntaskólanum kl. 11.00 – 13.00. Dansað verður kringum jólatréð og góðir gestir líta við og gleðja börnin. Útskriftarnemar Menntaskóla Borgarfjarðar sjá um kaffisölu á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.    

Vinna við menningararfinn

Óhætt er að segja að þarft verk í varðveislu menningarverðmæta hefur verið unnið í Safnhúsi Borgarfjarðar undanfarið. Í átaksverkefni greiddu af Borgarbyggð í samstarfi við Vinnumálastofnun fengust tveir viðbótarstarfskraftar í sex mánuði til að vinna að sérstökum verkefnum á Héraðsskjalasafni. Ráðnar voru þær Jenný Johansen og Þóra Þorkelsdóttir og hafa þær unnið við að flokka, skrá og búa um gömul …

Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum

Sundlaugin Kleppjárnsreykjum er opin um jól og áramót sem hér segir: Mán. 21. des. frá kl: 13.00 – 16.00 Þri. 22. des. frá kl: 13.00 – 16.00 og 18:45 – 21:45 Mán. 28.des. frá kl: 13.00 – 16.00 Þri. 29. des. frá kl: 18:45 – 21:45 Mið. 30.des. frá kl: 13.00 – 16.00 Gleðileg jól og velkomin í jólasund. Starfsmenn …

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Opið um jól og áramót sem hér segir:   23. des. Þorláksmessa – opið frá kl. 6.30 – 18.00 24. des. Aðfangadag – opið frá kl. 9.00 – 12.00 25. des. Jóladag – Lokað 26. des. Annar í jólum – Lokað   27. – 30. des. Venjuleg opnun. 31. des. Gamlársdagur – opið frá kl. 9.00 – 12.00 1. jan. …

Fjárhagsáætlun 2010 – hagræðing í rekstri Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 17. desember s.l. að vísa fjárhagsáætlun Borgarbyggðar til síðar umræðu sem fram fer 14. janúar n.k.   Í forsendum fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki áfram á árinu 2010 sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki um rúmlega 4% og verði 1.632 milljónir. Álagningarprósenta fasteignaskatts …

Aðalskipulag í auglýsingu

Nú líður að því að nýtt aðalskipulag Borgarbyggðar verði auglýst formlega. Þetta verður í þriðja og síðasta skiptið sem íbúum gefst tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við skipulagstillöguna. Síðasta vor var skipulagið kynnt á fimm íbúafundum um allt sveitarfélagið og fólk hvatt til að koma með óformlegar athugasemdir. Úr þessum athugasemdum var unnið og síðan var skipulagið kynnt …

Opið hús í Tómstundaskólanum

Miðvikudaginn 16. des var opið hús í Tómstundaskólanum.Börnin buðu upp á kakó og piparkökur sem þau höfðu skreytt. Til sýnis voru verk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Margt var um manninn og sannkölluð jólastemmning. Meðfylgjandi myndir tók Gunnhildur Harðardóttir.  

Gætum varúðar um jól og áramót

Nú er sá árstími þegar hvað mest er hættan á eldsvoða vegna kertaljósa og skreytinga. Slökkvilið Borgarbyggðar vill vekja athygli á nokkrum atriðum sem hafa ber í huga: * Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygging. Skipta þarf um rafhlöður í þeim og gott að gera það í desember ár hvert og oftar ef þörf krefur. * Er handslökkvitæki á heimilinu? …

Breyttur fundartími sveitarstjórnar

  Vakin er athygli á að sveitarstjórnarfundur hefst kl. 18,oo fimmtudaginn 17. desember en ekki kl. 16,30 eins og áður hefur verið auglýst.    

Nýtt gámaplan í Reykholtsdal

Nýtt gámaplan hefur verið tekið í notkun í Reykholtsdal. Það er staðsett neðan við Grímsstaði skammt frá Reykholti. Nú eru ekki lengur gámar til almenningsnota í Reykholti. Á nýja planinu við Grímsstaði verða gámar fyrir almennt heimilissorp, timburgámur og járnagámur. Það var Guðmundur Kristinsson bóndi á Grímsstöðum sem vann planið fyrir Borgarbyggð. Íbúum er bent á að flokka rétt í …