Nýr meirihluti myndaður

Samkomulag hefur tekist með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í Borgarbyggð um myndun nýs meirihluta sem starfa mun fram að sveitarstjórnarkosningum í vor.Málefnasamningur flokkanna var undirritaður í gær og hann má nálgast hér.  

Menningarráð Vesturlands

Umsóknarferstur til að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands rennur út mánudaginn 18. janúar. Upplýsingar má nálgast á vef menningarráðs,http://menningarviti.is  

Kynningarfundur um Miðaldaböð

Á morgun miðvikudaginn 13. janúar verður haldinn kynningarfundur um hugmyndir að Miðaldaböðum við Deildartunguhver. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal og hefst klukkan 20.30. Þingmönnum kjördæmisins verður boðið á fundinn og fundarstjóri verður Sveinbjörn Eyjólfsson. Það eru þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Landnámssetri sem hafa ásamt fleirum unnið að hugmyndinni um Miðaldaböðin og þess má …

Sundnámskeið

Viltu læra að synda eða bæta sundstíl þinn ? Sundnámskeið fyrir fullorðna þ.e. 18 ára og eldri verður haldið í innilauginni í Borgarnesi og hefst 20. janúar ef þátttaka er næg.   Þetta er mánaðarnámskeið og verður kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18.00 – 19.00. Verð 8.000 kr. Skráning í afgreiðslu eða hjá leiðbeinanda Ingimundi Ingimundarsyni í síma …

Gaukurinn onar að nýju

Félagsmiðstvöðvarstarfið fyrir 7. – 10. bekk hefst aftur fimmtudaginn 14. janúar í Gauknum á Bifröst. Starfsmaður í Gauknum er Hjalti Sigurðarson. Allir nemendur í þessum bekkjum eru boðnir velkomnir og hvattir til að taka þátt í starfinu sem unnið er í félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins. Auglýsingu má nálgast hér.  

Starf menningarfulltrúa lagt niður

Um áramótin tóku gildi breytingar á embætti menningarfulltrúa sveitarfélagsins. Guðrún Jónsdóttir var ráðin í hálft starf menningarfulltrúa haustið 2006 og seinna í starf forstöðumanns Safnahúss, einnig í hálfu stöðugildi. Eiginlegt starf menningarfulltrúa hefur nú verið lagt niður og Guðrún ráðin í fullt starf sem forstöðumaður Safnahúss og hefur hún flutt skrifstofu sína þangað. Þau verkefni sem menningarfulltrúi hafði áður með …

Skallagrímur á fullri ferð

Árið byrjar með látum í körfuboltanum þegar toppliðin mætast í Borgarnesi. Næstkomandi föstudag, 8. janúar, mætir Skallagrímur liði Hauka í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19.15 og eru stuðningsmenn Skallagríms hvattir til að fjölmenna og styðja sína menn. Ýmsilegt fleira er framundan hjá Skallagrími. Nytjamarkaðurinn í Brákarey opnar að nýju um næstu helgi, harðfisksala er framundan og þorrablót verður …

Þrettándabrenna 2010

Frá þrettándabrennu á Seleyri í fyrraBjörgunarsveitin Brák mun sjá um þrettándabrennuna á Seleyri við Borgarnes fyrir hönd Borgarbyggðar. Brennan verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janúar og verður kveikt í kl. 19.30. Boðið verður upp á glæsilega skemmtidagskrá. Steinka Páls mætir ásamt söngfuglum, Gísli Einarsson tryllir lýðinn og Björgunarsveitin Brák verður með einstaka flugeldasýningu. Allir velkomnir.  

Þekkir þú fólkið?

Þekkir einhver þessa fallegu fjölskyldu? Ef einhver þekkir fólkið á myndinni þá vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið safnahus@safnahus.is eða hafið samband við Jóhönnu Skúladóttur hjá Safnahúsi Borgarfjarðar í síma 430 7206. Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.  

Þolfiminámskeið að hefjast

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi vekur athygli á því að nú fara ný þolfiminámskeið að hefjast. Auglýsingu frá Íþróttamiðstöðinni má nálgast hér.