Vígsla Faxaborgar

Unga kynslóðin sýndi listir sínar.Síðastliðinn sunnudag var reiðhöllin í Borgarnesi formlega tekin í notkun og henni gefið nafnið Faxaborg. Gestir voru fjölmargir en áætlað er að vel á fjórða hundrað manns hafi komið í höllina. Ingi Tryggvason setti hátíðina og stjórnaði henni. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason flutti húsblessun og Kristján Gíslason fór yfir byggingarsöguna. Meðal gesta sem ávörpuðu samkomuna og …

Þjóðaratkvæðagreiðsla – kjördeildir í Borgarbyggð

Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 06. mars n.k. eru 2.543 kjósendur á kjörskrá í Borgarbyggð. Þeim er skipt í sex kjördeildir eftir svæðum innan sveitarfélagsins. Þó er rétt að benda á að kjósendur á kjörskrá, sem eru búsettir erlendis, eiga að kjósa í Borgarneskjördeild. Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér …

Gullna hliðið í Lyngbrekku

Kerlingin og Lykla-Pétur mynd_OHRLeikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi frumsýnir Gullna hliðið í félagsheimilinu Lyngbrekku föstudaginn 5. mars nk. kl. 20:30. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Meira en 30 manns koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Gullna hliðið er eftir eitt af öndvegisskáldum Íslendinga, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og hans þekktasta leikrit, enda hefur Gullna hliðið unnið sér verðskuldaðan sess …

Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða störf á bókasafni og við sýningarvörslu, þrif og fleira. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur og hafa góða og vandaða framkomu ásamt ríkri þjónustulund. Mikilvægt er einnig að eiga auðvelt með samskipti og geta veitt sýningaleiðsögn bæði á ensku og íslensku. Önnur tungumál og almennur áhugi á bókmenntum og sögu …

Kjörskrá í Borgarbyggð

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara 6. mars n.k. liggur fram á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá og með föstudeginum 26. febrúar 2010 á afgreiðslutíma skrifstofunnar, fram að kjördegi.   Athugasemdir við kjörskrána skulu berast skrifstofustjóra Borgarbyggðar fyrir 6. mars 2010.  

Frá Tónlistarfélagi Borgarfjarðar

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík sýnir óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr 17 atriðum úr 14 óperum eftir 9 tónskáld og sungin á 4 tungumálum. Meðal höfunda má nefna Mozart, Verdi, Puccini, Wagner, Handel og Tchaikovsky. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt …

Söngkeppni MB og Mímis

Söngkeppni MB og Mímis sem vera átti síðastliðinn fimmtudag verður haldin í Menntaskóla Borgarfjarðar í kvöld, þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00. Þar verður meðal annars keppt um hver verður fulltrúi í Söngkeppni framhaldsskólanna. Fleiri skemmtiatriði verða einnig í boði því unglingar úr félagsmiðstöðvum stíga á svið með söngatriði. Bein útsending verður frá söngkeppni MB og Mímis á vef Menntaskóla Borgarfjarðar …

Dagur tónlistarskólanna 2010

Tónleikarnir sem vera áttu síðastliðinn fimmtudag en frestað var vegna veðurs verða í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar í dag kl. 18:00. Tónleikarnir eru í tilefni af Degi tónlistarskólanna á Íslandi sem er síðasti laugardagur í febrúar ár hvert. Flestir skólar á landinu eru með dagskrá og kynna sína skóla í tilefni af þessum degi. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í …

Æfingabúðir í Noregi

Hestamannafélagið Faxi hefur fengið boð frá hestamannfélaginu Faxa í Noregi um að senda 3 ungmenni 13-17 ára til Noregs um páskana (29.-31.mars) í æfingarbúðir. Viðkomandi þurfa að borga flugfar en norðmenn bjóða fría kennslu og uppihald. Krökkunum verða útveguð hross. Boðið verður upp á kennslu, keppni og kvöldskemmtun. Nánari upplýsingar veitir Gro í síma 846 0169 eða á netfanginu gro@vesturland.isUmsóknarfrestur …

Drengjaflokkur Bikarmeistarar KKÍ um helgina

Sameiginlegt lið Skallagríms og Snæfells í drengjaflokki varð bikarmeistari um helgina eftir frábæran úrslitaleik við sameiginlegt lið Hamars og Þór Þ. Lokatölur leiksins 78-80 Skallagrím/Snæfelli í vil. Það er stutt síðan bikarmeistaratitill kom í Hólminn en meistaraflokkur Snæfells náði þeim áfanga fyrir stuttu síðan en það er lengra síðan bikarmeistaratitill kom í Borgarnes en það gerðist árið 1980 en þá …